Að tolla í tískunni

Tími litla mannsins er runninn upp aftur. Það er ekkert merkilegt að vera ofurlaunamaður með ofurréttindi það er svo 2007-legt. Bjarni Ármannsson fyrrverandi bankamaður hefur sannað hið fornkveðna, að það er mikilvægt að tolla í tískunni og taka virkan þátt í þjóðfélagsbreytingunum eins og endurgreiðslan sýnir. Það er erfitt fyrir stórlaxana að fóta sig í íslensku samfélagi þessa dagana enda eru menn úthrópaðir á torgum og strætum, og jafnvel hafa einhverjir gerst svo kræfir að banka í menn á hinum ýmsu stöðum eins og komið hefur fram í fréttum. Það má segja að tími uppgjöranna sé gengin í garð og ný merking falin í því orði svona rétt eins í orðinu skilanefnd. Sú græðgisstefna með óhóflegum launum og launakjörum hefur beðið hnekki en hún eitraði íslenskt samfélag og virðingu manna fyrir grunngildum samfélagsins. Auðvitað var óhófleg einkaneysla og  vanhugsaðar fjárfestingar í fararbroddi hjá mörgum á meðan sumir náðu að sýna fyrirhyggju. Þannig er það alltaf og það er ekki alltaf hægt að bjarga öllum enda ekki nægjanlega margir björgunarbátar til staðar.

Tími ráðdeildar og hagsýni er nú genginn í garð! Sparnaður, nægjusemi og ráðdeild eru lykilatriðið í dag. Öllu má þó ofgera og stundum er vanhugsaður niðurskurður ekki sú lausn sem að hentar, sérstaklega ekki þegar að atvinnuleysi er staðreynd. Sjórnmálamenn verða að sýna leiðtogahæfni og framsýni þegar kemur að þvi að skapa störf og hvetja til fjárfestinga. Fyrirtækin í landinu þurfa hvatningu til þess að starfa áfram og launþegar þurfa að hafa öryggi fyrir því að atvinnan þeirra sé trygg og hafa trú á því að hægt sé að skapa og byggja upp að nýju.

Listin að þræða hinn gullna meðalveg hefur alltaf verið vandrötuð. Einn er sá maður sem hefur grætt mikið og þrætt hinn gullna meðalveg af mikilli kænsku og fyrirhyggju en það er ofurfjárfestirinn Warren Buffet. Buffet hefur t.d. búið í sama húsi síðustu fimm áratugina og berst yfirleitt lítið á, öfugt miðað við marga aðra og hefur gefið yfir 31 billjón bandaríkjadala til góðgerðarmála. Líffspeki hans og fjárfestingarstefna hefur byggst upp á hyggjuviti og fyrirlitningu á eyðslu og óhófi eins og frægt er orðið. Þrátt fyrir mikinn skell þá er enn hægt að græða en það þarf fyrirhyggju og þessvegna fylgir hér tenging á heilræði Buffets: http://articles.moneycentral.msn.com/learn-how-to-invest/10-investing-basics-from-Buffett.aspx Þetta er náttúrulega allt án ábyrgðar svona rétt eins og þegar fólki var ráðlegt með sparnaðinn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband