Munu neytendur borga sektina á endanum?
21.12.2008 | 14:19
Nú hefur Samkeppnisstofnun skilað lokaniðurstöðu og ákveðið að sekta Haga vegna ólögmætra viðskiptahátta á markaði og maður getur vel skilið Jóhannes í Bónus að hann er lítt glaður með þá sendingu svona rétt fyrir jól. Ég velti því fyrir mér hvort að það sé besta aðgerðin að nota sektir til þess að fyrirbyggja ólögmætar aðgerðir á markaði, sérstaklega þegar að smásalinn hefur yfirburðastöðu. Á endanum mun smásalinn hækka verð sitt eða breyta álagningarforsendum sínum til þess að ná inn fyrir sektinni og það þýðir náttúrulega að neytendur borga brúsann á endanum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.12.2008 kl. 14:40 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.