Krónan lifir
30.11.2008 | 12:20
Ég herti upp hugann og ákvað að kanna hvort hægt væri að kaupa krónur á lestarstöðinni í Lausanne þar sem flestar myntir eru seldar, enda stutt í heimferð og jólaleyfi. Ég var reyndar búinn að sjá að nokkuð yfirgengi var til staðar. Þegar ég loksins athugaði málin í gær kom í ljós að þeir áttu eitt seðlabúnt með 55.500 íslenskum krónum. Það var svo sem ekki mikið en það jafngildir 426 svissneskum frönkum sem gerir gengið 1.30 sem er ca. 14% hærra en núverfandi miðviðunargengi Seðlabanka Íslands. Það er ljóst að enn má finna krónur í reiðileysi, krónur sem hafa engan tilgang ef enginn er til kaupa þær. Ef ég nota hið nýklassíska komment: Það er bara þannig! Ekki orð um það meir.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:23 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.