Ísland ögrum skorið

Hélt til Genfar í gær og átti ágæta stund með íslensku sendiherrahjónunum sem að tóku vel á móti öllum Íslendingum í tilefni af fullveldisdeginum. 90. ára afmæli fullveldsins er staðreynd og það fengu nokkur hressileg íslensk sönglög að njóta sín til hins ítrasta í Genf í gær. Sennilega hefur norski sendiherrann sem að var með boð á sama tíma og býr í næsta hús bliknað af öfund, slík var stemmingin þegar að söngvarnir hljómuðu. Það var gaman að sjá að einhverjir Norðmenn fóru húsavillt og fóru í íslensku móttökuna en áttuðu sig fljótlega á því að þetta var gammel norsk málið sem að þeir tala ekki lengur. Ég held því reyndar alltaf til streitu við norska félaga mína að ég tali orginal norsku, svona til þess að stríða þeim aðeins. Kannski að útvarpsstöðvarnar á Íslandi ættu að spila meira af ættjarðarlögum og skrúfa meira fyrir kreppugjammið sem að maður vaknar upp við á morgnana og sofnar við á kvöldin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband