Morgunblaðið er blað allra landsmanna
29.11.2008 | 21:40
Það er leitt að heyra um stöðuna hjá Morgunblaðinu, þangað sem fjöldi Íslendinga hefur sótt alþýðufróðleik sinn. Það má ekki gerast að Morgunblaðið leggist af eða útgáfa þess breytist. Það er enginn vafi í mínum huga, að Morgunblaðið er sennilega besti fjölmiðill Íslands frá því í árdaga. Efnistök og fréttaflutningur hefur alla tíð verið mjög ábyrgur, fumlaus og laus við alla tilgerð eða staðreyndavillur. Sennilega hefur þar ráðið mestu hæft starfsfólk. Ég vona að þjóðin fá að njóta Morgunblaðsins um ókomin ár, annað væri slys fyrir íslenska fjölmiðlun og fréttamennsku. Morgunblaðið á erindi til allra!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.