Framferđi opinberra starfsmanna

Eftir ađ hafa fylgst međ frćgu máli er tengist fyrrverandi fréttamanni RÚV, G. Pétri Matthíasarsyni og núverandi upplýsingafulltrúa Vegagerđarinnar viđ Geir H. Haarde forsćtisráđherra í Forsćtisráđuneytinu ţá vakna upp ýmsar spurningar. Rétt er ađ geta ţess ađ ég ţekki hvorugan og held ekki međ neinum í ţessu máli en báđir hafa veriđ ágćtir á skjánum.

Ég get ekki betur séđ en ađ G. Pétur hafi gerst brotlegur gangvart sínum fyrrverandi vinnuveitanda međ ţví ađ birta áđur óbirt efni sem var í eigu RÚV og sennilega eru skýrar reglur um međferđ slíks efnis sem ađ tekiđ er upp fyrir stofnunina.

Ţađ hlýtur ađ kalla á frekari ađgerđir af hálfu hins opinbera sem ađ hefur núna á sínum snćrum starfsmann sem kann ađ hafa gengiđ fram međ ţeim hćtti ađ óeđlilegt kann ađ ţykja. Hér er átt viđ ţá stađreynd ađ G. Pétur er opinber starfsmađur, sem ađ vissi og mátti vita ađ notkun umrćdds efnis var í trássi viđ vinnureglur RÚV, og andstćđ reglum um notkun á efni sem ađ menn vinna međ og hafa frjálsan ađgang ađ í krafti starfs síns.

Ég velti ţví líka fyrir mér hvernig forsvarsmenn Vegagerđarinnar geta hugsađ sér ađ hafa upplýsingafulltrúa á sínum snćrum sem ađ kynni ađ gera ţađ sama ţar. Hver veit en ţađ er ljóst ađ ríkar kröfur eru gerđar til opinberra starfsmanna. Mál eins og ţetta ţarfnast nánari skođunar og skýringa viđ og ţađ er ekki óeđlilegt ađ spyrja hvort ađ stefnumörkun ríkisins í málefnum opinberra starfsmanna sé pappírsins virđi og hvort ađ komin sé hér fyrirmynd ađ ţví hverju opinberir starfsmenn gćtu t.d. lekiđ út um Pétur og Pál án ţess ađ á ţví sé tekiđ. Hér er mál sem varđar almannaheill og má alls ekki persónugera á einn eđa neinn hátt en mikilvćgt ađ skýr skilabođ hvađ sé eđlilegt og hvađ ekki.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband