Framferði opinberra starfsmanna

Eftir að hafa fylgst með frægu máli er tengist fyrrverandi fréttamanni RÚV, G. Pétri Matthíasarsyni og núverandi upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar við Geir H. Haarde forsætisráðherra í Forsætisráðuneytinu þá vakna upp ýmsar spurningar. Rétt er að geta þess að ég þekki hvorugan og held ekki með neinum í þessu máli en báðir hafa verið ágætir á skjánum.

Ég get ekki betur séð en að G. Pétur hafi gerst brotlegur gangvart sínum fyrrverandi vinnuveitanda með því að birta áður óbirt efni sem var í eigu RÚV og sennilega eru skýrar reglur um meðferð slíks efnis sem að tekið er upp fyrir stofnunina.

Það hlýtur að kalla á frekari aðgerðir af hálfu hins opinbera sem að hefur núna á sínum snærum starfsmann sem kann að hafa gengið fram með þeim hætti að óeðlilegt kann að þykja. Hér er átt við þá staðreynd að G. Pétur er opinber starfsmaður, sem að vissi og mátti vita að notkun umrædds efnis var í trássi við vinnureglur RÚV, og andstæð reglum um notkun á efni sem að menn vinna með og hafa frjálsan aðgang að í krafti starfs síns.

Ég velti því líka fyrir mér hvernig forsvarsmenn Vegagerðarinnar geta hugsað sér að hafa upplýsingafulltrúa á sínum snærum sem að kynni að gera það sama þar. Hver veit en það er ljóst að ríkar kröfur eru gerðar til opinberra starfsmanna. Mál eins og þetta þarfnast nánari skoðunar og skýringa við og það er ekki óeðlilegt að spyrja hvort að stefnumörkun ríkisins í málefnum opinberra starfsmanna sé pappírsins virði og hvort að komin sé hér fyrirmynd að því hverju opinberir starfsmenn gætu t.d. lekið út um Pétur og Pál án þess að á því sé tekið. Hér er mál sem varðar almannaheill og má alls ekki persónugera á einn eða neinn hátt en mikilvægt að skýr skilaboð hvað sé eðlilegt og hvað ekki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband