Hí hí keisarinn er í engum fötum!
12.10.2008 | 13:26
Það var sérstakt að hlusta á Upplýsingafulltrúa Utanríkisráðuneytisins segja að sjónarmiðum Íslands hafi verið komið á framfæri í erlendum fjölmiðlunum á þeim blaðmannafundum sem hafi verið haldnir á Íslandi í liðinni viku. Því miður hefur eitthvað skolast til í þeim málum enda virðist sem enginn hafi skilið það sem fram hafi farið því það hefur ekkert komið frá íslenskum stjórnvöldum í erlendum fjölmiðlum nema fall bankanna! Ég get tekið undir með Upplýsingafulltrúanum að allt sé að gerast svo hratt og þess frekar þurfum við að bregast hraðar og markvissar við. Um það eru flestir þeir sem eru í viðskiptum og almannatengslum sammála um. Ef Utanríkisráðuneytið hefur aðrar skoðanir og telur að hægt sé að klæða keisarann í fötin eftir að innsetningarathöfnin er um garð gengin þá er illa komið fyrir okkur. Ég get vel skilið að mikil pressa sé á þeim sem eru í framlínu íslenskra stjórnmála núna en látum ekki telja okkur trú um að það sé ekki lykilatriði að bregðast hratt við á 21. öldinni. Erum við að bíða eftir því að rauður rammi renni yfir skjáinn: Beware of the Icelanders!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:25 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.