Hvað mun ekki virka áfram - er það ekki rétta spurningin núna?
6.10.2008 | 21:15
Greiðslukortin virka áfram
Valitor, sem gefur út VISA-kort hér á landi fyrir hönd banka og sparisjóða, segir að notkun korta verði eftir sem áður með eðlilegum hætti. Þetta eigi við um öll kortaviðskipti, jafnt hjá söluaðilum og í hraðbönkum bæði hér heima og erlendis. Eins og fram kom í ávarpi forsætisráðherra í dag eru markmið aðgerða ríkisstjórnarinnar sem kynntar hafa verið m.a. að tryggja það að almenningur fái eðlilega bankaþjónustu," segir í tilkynningu Valitors.
Óskarinn í fréttaskrifum er tekinn af www.visir.is Vil nota tækifærið og óska Valitor til hamingju með tilkynninguna og Vísi fyrir frábært framtak fyrir að birta fréttina. Er þetta til marks um gagnrýna hugsun sem viðgengst núna?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.