,,Stolt siglir fleyið mitt’’

Stolt siglir fleyið mitt segir í alþekktum texta! Það er með ólíkindum að horfa á þá stöðu sem Eimskipafélag Íslands er komið í, sjálft óskabarn þjóðarinnar. Sem stráklingur þá fylgdist maður grannt með Eimskipafélaginu enda einn aðal atvinnuveitandinn í miðborg Reykjavíkur. Menn gengu fram hjá byggingu félagsins með lotningu og það var gaman taka túra í gömlu lyftunni í Pósthússtrætinu þegar maður var að snattast í miðbænum að selja blöð og merki. Í þá daga réð íhaldssemi og skynsemi ríkjum og orðið útrás var ekki til í bókunum.

Nú virðist sem að menn hafi búið til kokkteil sem er í meira lagi göróttur fyrir hluthafa og fyrir atvinnulífið í heild. Áhrifin á Íslandi ef Eimskipafélagið lendir í meiraháttar kröggum vegna þessa gætu orðið gríðarlegar. Sá möguleiki er samt langsóttur en annað eins hefur gerst á síðustu mánuðum að stórfyrirtæki hafi hrunið eins og spilaborg eins og dæmin sýna, en það versta er kannski að bókhald XL hefur kannski verið fegrað eins og greint hefur verið frá. Það er ljóst að áhrifin á eignir hluthafa eru þegar komnar fram að hluta þ.e. eignir þeirra hafa þynnst út og kannski eru undirliggjandi veð og ábyrgðir hjá bönkum o.s.frv. sem gætu framkallað önnur verri áhrif á meðal hluthafa svo sem veðköll.

Það er ljóst að ábyrgðin til handa XL er ekki hluti af kjarnastarfssemi Eimskipafélagsins og það er í raun ótrúlegt að félagið sé komið í slíkar ógöngur eins og raun ber vitni, og maður spyr hvort að skortur á virkri framtíðarsýn eða vanmat á stöðunni hafi nú skilað því ástandi sem uppi er. Núverandi lánsfjárkreppa á án efa einhvern þátt í því hvernig staðan er og áhrif ákvarðana Barclays banka á að lána ekki frekar til rekstrarins varð til þess að skipið hefur skrapað botninn í skerjagarðinum. Nú er bara að bíða þess að hafsögubáturinn fylgi fleyinu milli skers og báru alla leið til hafnar. Ábyrgð stjórnenda hlutafélaga og kröfur um upplýsingagjöf þeirra til hluthafa er mikil og Fjármálaeftirlitið mun vætnanlega skoða þessi mál rækilega enda hefur núverandi staða ekki eingöngu áhrif á stóra aðila á markaðnum heldur lífeyrissjóði auk margra smærri hluthafa sem og fjárfesta sem eiga í eignarhaldsfélögum tengdum Eimskipafélaginu.

Hér að neðan eru stærstu hluthafar í Eimskipafélaginu skv. upplýsingum Kauphallarinnar:

 
NafnHlutfallseignFjöldi hlutaMarkaðsvirði

1.

Frontline Holding S.A.

33,18%

622.725.000

4.982

milljónir

2.

Fjárfestingarfélagið Grettir hf

33,15%

622.060.000

4.976

milljónir

3.

Landsbanki Luxembourg S.A.

8,78%

164.818.000

1.319

milljónir

4.

Hlutafélagið Eimskipafélag  Ísl

8,52%

159.878.000

1.279

milljónir

5.

Landsbanki Íslands hf,aðalstöðv

3,26%

61.121.400

489

milljónir

6.

GLB Hedge

2,48%

46.466.600

372

milljónir

7.

Peter Gordon Osborne

1,48%

27.703.200

222

milljónir

8.

Craqueville

1,18%

22.215.600

178

milljónir

9.

LI-Hedge

1,16%

21.757.000

174

milljónir

10.

Samson eignarhaldsfélag ehf

0,84%

15.830.500

127

milljónir

11.

Geertruida Maria A. van der Ham

0,81%

15.267.400

122

milljónir

12.

Lerkur Sp/f

0,65%

12.288.000

98

milljónir

13.

Arion safnreikningur

0,49%

9.247.230

74

milljónir

14.

Den Danske Bank A/S

0,46%

8.583.760

69

milljónir

15.

MP Fjárfestingarbanki hf

0,46%

8.550.400

68

milljónir

16.

Eignarhaldsfélagið SK ehf

0,21%

4.001.730

32

milljónir

17.

Háskólasjóður Eimskipafél Ís hf

0,18%

3.466.080

28

milljónir

18.

Glitnir Sjóðir hf,sjóður 6

0,17%

3.147.680

25

milljónir

19.

Eggert Magnússon

0,16%

3.057.190

24

milljónir

20.

Stafir lífeyrissjóður

0,15%

2.868.380

23

milljónir

Samtals

97,78%

1.835.053.150

14.680

milljónir

Heimild: Kauphöll Íslands 28. ágúst 2008

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband