Að læðast með veggjum
22.6.2008 | 21:45
Maður fer sér hægt í vinnunni á morgun eftir að Ítalir voru slegnir út í Evrópukeppninni í fótbolta. Það er kannski ekki nema von að maður læðist með veggjum enda 6 ítalskir samstarfsmenn mínir sem að verða með hangandi haus á morgun og sennilega fljótir að snúa upp á sig ef eitthvað bregður út af. Þeir áttu svo sannarlega von a meiru síðastliðinn föstudag en svona eru nú íþróttirnar. Menn eiga alltaf von á betri úrslitum áður en lagt er af stað í leikinn. Af tvennu illu þá var skárra að Spánn ynni leikinn enda hefði ekki orðið svefnsamt hérna fyrir þeim ítölsku sem að hefðu þeytt bílflauturnar í alla nótt eins og þeirra er siður. Annars er ég fljótur að minna félaga mína á þá staðreynd að litla Ísland vann Ítalíu 2-0 hérna um árið og þá eru þeir fljótir að láta sig hverfa en það særir stolt þeirra ítölsku að tapa á fótboltavellinum. Nú er bara að vona að rétta liðið vinni keppnina en vandi verður um það að spá þar sem að besta liður vinnur helst ekki eins og dæma hafa sýnt eða hvað veit ég svo sem um fótbolta?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.