Af tölvupósti manna í millum

Við lifum á tímum þar sem að tölvurnar hafa völdin og tölvupóstarnir eru mál málanna. Fólk skrifar tölvupósta oft í hugsunarleysi og lætur þá oft gamminn geysa án þess að gera sér grein fyrir afleiðingunum. Stundum gerist það að tölvupóstur sem að maður sendir á ákveðinn einstakling er svarað og síðan jafnvel áframsendur á aðila sem ekkert hafa að gera með tölvupóstinn og innihald hans að gera.  Því miður er Jónínu Ben. málið svokallaða einn angi af slíku máli og það er sorglegt þegar að trúnaðarupplýsingar ná að leka út til fjölmiðla sem að síðan birta tölvupóstinn í heild sinni án þess að til þess væri ætlast. Það er raunar vel skiljanlegt að Jónína Ben. sé núna kominn með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu enda um prinsipp mál að ræða fyrir þorra íslendinga. Fólk verður að geta treyst því að gögn sem send eru með tölvupósti séu meðhöndluð með þeim hætti að sómi sé að. Þetta mál snýst ekki eingöngu um Jóníu heldur allra þeirra sem þurfa að geta treyst á friðhelgi einkalífsins í stað opinberrar birtingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband