Síðasti vagninn

Ég ber virðingu fyrir því fólki sem að þráir að starfa í forystusveit íþróttanna og þá sérstaklega fyrir þeim sem að stíga á stokk og vilja fórna sínum tíma í þágu íþróttahreyfingarinnar. Það er alltaf að verða erfiðara að fá hæft fólk til þess að bjóða sig fram til starfa í samtökum sem að eru ekki rekin áfram af hagnaðarsjónarmiðinu. Það er miður. Eitt af einkennum íþróttasamtaka er sú staðreynd að margir fá að spreyta sig við stjórnunina en Það sem vekur athygli mína er sú staðreynd að menn geta boðið sig fram til formanns á síðasta degi og það er náttúrulega eitthvað sem hefði verið átt að vera búið að ræða í samtökum sem að byggja á sjálfboðastarfi. Öll óvissa er slæm.  Eitt af megineinkennum leiðtogans er að hann er hefur skýra framtíðarsýn um það hvernig hlutrnir eiga að vera og hefur þess utan ltillögur að gefandi lausnum. Því miður lenda forystumenn sérsambandanna oftast í því að vinna meira að málefnum líðandi stundar í stað þess að vinna að því að móta framtíðarsýnina og ákveða stefnuna. Það verður fróðlegt að fylgjast með kosningunni og þá hvort að menn verði starfhæfir á eftir. Menn mega heldur ekki gleyma því að þingin eru starfsvettvangur þar sem að ákvarðanir um framtíðina eru teknar. Vonandi ganga allir sáttir frá borði. Það er rétt hjá Hlyni að það er ekki sjálfgefið að eiga landslið í fremstu röð og ljóst að mikið þarf að gerast í því að skapa afreksíþróttum þá umgjörð og stefnu sem virkar til lengri tíma.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband