Ólympíuleikarnir bestir í sjónvarpinu

Það er ljóst að þau mótmæli sem hafa verið höfð í frammi víðsvegar um heiminn hafa skaðað ímynd Ólympíuleikanna í Peking. Hvað sem því líður þá er ljóst að leikarnir munu fara fram og kínversk stjórnvöld hafa byggt upp mannvirki sem eru aðdáunarverð. Prufu leikarnir hafa þegar farið fram í flestum greinum og allt er til reiðu með útbúnað og mannvirki en það er annað sem á eftir að vekja athygli en það verður hrikalega ströng löggæsla og ljóst að margir sem sækja leikana heim munu aldrei sjá annað en leikvangana og náttstaðinn. Mótmæli víðsvegar um heiminn hafa einnig leitt til þess að öryggisgæslan verður mun strangari og engum vettlingatökum mun verða beitt í Peking þar sem að flestir utanaðkomandi án miða mun eiga erfitt með að komast að leikvöngum og íverustöðum fjölmiðla og íþróttamanna. Menn verða sem sagt fangar í eigin tilveru í Peking og hversu eftirsóknaravert verður það? Eftir samtöl mín við einn af stjórnendum Adidas í Þýskalandi þá er nánast búið að loka á allan innflutning á vörum sem tengjast leikunum og nánast útilokað að fá undanþágur.

Það er eins og umræðan um vanheilsu kínverjara í málefnum Tíbets hafa valdið því að menn fóru að blanda saman mannréttindum og íþróttum. Það eru mannréttindi líka að íþróttamennirnir líði ekki fyrir allt saman. Mér segir svo hugur að leikarnir verða á endanum jákvæðir fyrir Tíbet og kannski upphafið af frjálsri umræðu um mannréttindi og frelsi víðsvegar um heiminn.  Eina vandamálið er að stjórnmálamennirnir hafa átt erfitt með að fóta sig í þessum málum og hafa sumir gefið út vanhugsaðar yfirlýsingar um leikana sjálfa í stað þess að einbeita sér að pólitískri orðræðu. Eitt af grundvallargildum Ólympiuhreyfingarinnnar er að hafna öllum stjórnmálalegum og trúarlegum afskiptum en það hafa sumir stjórnmálamenn ekki skilið ennþá og þeir hafa sumir hverjir átt í erfiðleikum með sig hvort þeir ætluðu að mæta eður ei. Hverslags skilaboð eru það til umheimsins? Þurfa pólitískir foringjar ekki að ganga fram fyrir skjöldu og hvetja til heilbrigðrar umræðu þar sem sættir og gagnkvæm virðing eiga að vera í forsvari þegar leitað er lausna? Mun ástand Tíbeta batna við það að menn sitji heima? Það er lágmarkskrafa að stjórnmálamenn hagi sér af ábyrgð og sinni opinberum skyldum sínum með því að leita að bestu og hagkvæmustu niðurstöðunni hverju sinni, nema hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband