Læti í Lausanne í dag

Það var átakanlegt að sjá grímuklædda mótmælendur hleypa öllu í bál og brand í Lausanne í dag. Þeir brutu rúður og úðuðu slagorð á ýmar byggingar en harðast varð þó Mcdonalds keðjan úti þar sem að rúður voru brotnar og ýmsar skemmdir aðrar voru unnar á staðnum í miðborginni. Það er óvanalegt að sjá svona mótmæli hérna og það segir mér svo hugur að þetta lið eigi ekkert skylt með verkalýðnum hérna enda voru þeir fljótir að láta sig hverfa þegar sérsveitin mætti á svæðið og hlupu þá eins og þeir ættu lífið að leysa enda vissu þeir að ekki var von á góðu ef til þeirra næðist. Ekkert gas eða þras kylfurnar hefðu verið látnar tala. Hérna taka menn því illa ef farið er út af norminu enda flestir sem lifa á 60 slögum  hérna í Sviss. Sviss er land stöðugleikans en hér er samt mikil hervæðing og töluverð útgjöld til hermála í þessu hlutlausa ríki ef svo má kalla. Hér mótmæla menn ekki mikið né hafa sig í frammi og það eru ekki fréttir að sjá hermann á leið í  þegnskylduvinnuna með vélbyssuna utan á sér hvort sem það er á Mcdonalds eða í strætó eða þá í lestinni. Hérna vita menn að varnarvæðingin hefur ákveðin fælingarmátt og almenningur er einnig meðvitaður um að lög og regla er meira en orðin tóm þegar því er að skipta.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband