Er hamingjan á Fríkirkjuvegi 11?
26.4.2008 | 11:47
Það er merkilegt hvað margir hafa tjáð sig um Fríkirkjuveg 11 og kaup félags Björgólfs Thors Björgólfssonar á þessu gamla og reisulega ættaróðali. Ég man vel þá tíð er ég tölti mína leið í Verslunarskólann upp á Grundarstíg en þá stytti ég mér oft leiðina í gegnum garðinn og velti því fyrir mér hvort einhver byggi í þessu gamla húsi. Ég held að þetta sé gott mál að þessi eign sé loksins kominn í hendur á aðila sem mun gera veglegar endurbætur á húsinu. Mér hefur hins vegar alltaf fundist þessi garður illa nýttur og húsið hálf viðhaldslítið eins og það birtist mér í þau skipti sem ég átti þar erindi til ÍTR. Þessi frægi garður hefur lengst af verið illa nýttur og það var ekki fyrr en menn fóru að vekja athygli á honum í fjölmiðlum að hann varð einskonar tákn um frelsisbaráttu og það vonleysi sem að borgarfulltrúar í Reykjavík hafa sýnt í málefnum miðbæjarins, uppbyggingu Laugavegarins svo ekki megi gleyma viðhaldi og umhirðu á mörgum húsum í bænum. Slíkir fulltrúar fólksins þurfa sko ekki að segja mér barnfæddum Reykvíkingum hvað er gott og hvað er slæmt. Ég er ekki í vafa um það að sá aðili sem að nú á húsið mun viðhalda eigninni með sóma fyrir Reykvíkinga og gera húsið að skemmtilegum viðkomustað í framtíðinni. Það hefur verið átakanlegt að heyra svo viðtöl við borgarfulltrúa í Reykjavík um söluna og alla vankantana á henni en þeir hafa ekki komið með neinar framtíðarhugmyndir um nýtingu á henni svo vit væri í. Kannski hamingjan hafi loksins tekið völdin á Fríkirkjuvegi 11?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.