Krónurallíið

Það var gaman að hlusta á Richard Portes http://www.cnbc.com/id/15840232?video=696487936 um ástandið á Íslandi. Sennilega er Prófessorinn besti bandamaður íslenskrar peningastefnu og greinilegt að orð hans voru sett fram af mikilli sannfæringu. Það er ljóst að forsvarsmenn íslenskra banka, stjórnvöld og aðrir hagsmunaaðilar á markaði verða að tjá sérstöðu íslensku bankanna og íslenska hagkerfisins mun betur en þeir hafa gert.  Umræðan um Ísland er neikvæð og íslenskt fjármálakerfi er afgreitt sem neikvætt út í hinum stóra heimi. Öll slík umræða virkar sem takmarkandi þáttur í þeirri viðleitni okkar að gera Ísland að fjármálamiðstöð og að selja íslenska hagsmuni til langframa. Tækifærin eru til staðar en við erum léleg í að tala máli okkar á réttum stöðum eins og dæmin sýndu frá Danmerkur kynningunni fyrr í vetur. Orð Portes virkuðu á mig sem að þar væri á ferð sannur sendiherra Íslands og íslenskra hagsmuna. Maðurinn hreinlega gerði þátttastjórnendunum lífið leitt en þeir ætluðu sér greinilega að tala Ísland niður en Portes sagði hingað og ekki lengra. Annars byrjaði dagurinn ekki vel hjá mér þar sem ég fékk tölvupóst frá vini í USA og öðrum í Frakklandi sem sögðu að Ísland væri að sökkva. Áhrifin af röngum fréttaflutningi er oft erfiðast að leiðrétta. Í dag er ekki málið að skrifa jákvæðar innlendar fréttir heldur að vera í stöðugu sambandi við markaðaðila á erlendri grund með það að markmiði að stjórna umræðunni.

 Það er líka sérstakt að sjá íslenska stjórnmálamenn mála skrattann á vegginn og fara miður fögrum um íslenska hagsmuni og íslensku bankana. Setningar eins og ,,þetta óttuðumst við" og ,,þetta bentum við á" hljóma eins og ómur farandsölumanna sem hefðu betur heima setið í héraði. Nú eiga fjölmiðlar og hagsmunaaðilar að nota orð Portes og matreiða t.d. gagnvart dönskum fjölmiðlum og öðrum svartssýnismönnum hvar sem þeir finnast. Ísland hefur farið í gegnum margar efnahagslægðir og sveiflur og fá ríki eru einimitt betur undir það búinn en við að aðlaga okkur að nýjum væntingum þó svo að það kunni að vera erfitt um stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband