Gott mál

Hef ekki látið neitt frá mér fara opinberlega lengi. Hef einhvern veginn ekki náð að virkja mig í að skrifa eða blogga.  Í dag er einmitt rétti dagurinn til þess að byrja aftur of tjá samstöðu mína með ákvörðun úkraníska þingsins að leysa Júlíu Tímósjenkó úr haldi. Góður dagur og vonandi upphaf að nýju tímabili lýðræðis og framfara í landinu.

Ríki sem að kenna sig við lýðræði verða að ástunda greinilegan aðskilnað framkvæmda- og dómsvalds og tryggja eftir fremsta megni að enginn pólitískur þrýstingur sé settur á dómsvaldið eins og oft vill verða í lýðræðisríkjum.

Lýðræði er vandmeðfarið vald og það er réttur almennings að tjá sig um menn og málefni líðandi stundar en því miður virðast lýðræðisríki oft sigla í öngstræti eins og sagan sýnir. Það verður fróðlegt að fylgjast með næstu dögum og vikum í Úkraníu.


mbl.is Júlía Tímósjenkó leyst úr haldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband