Þurfa atvinnustjórnmálamenn áfallahjálp?

Það er með ólíkindum hvernig sumir alþingismenn taka lýðræðrislegri niðurstöðu. Oft gleymist að stjórnmál túlka tíðarandann svona rétt eins og þegar að neyðarlögin voru sett. Auðvitað sýnist sitt hverjum en það er með ólíkindum hvernig menn geta blásið. Við þekkjum það flest að gera mistök og taka illa ígrundaðar ákvarðanir sem við síðan sjáum eftir og leiðréttum. Nú er það svo að Alþingi hefur tekið Landsdómsmálið upp að nýju og til efnislegrar meðferðar og menn verða að hafa þolinmæði til þess að kljást við það á faglegum forsendum. Það er hins vegar ljóst að þeir sem að stóðu framarlega í flokki og  rufu vinnufrið Alþingis Íslendinga og sóttu á aðrar stofnanir lýðveldisins Íslands þurfi áfallahjálp - enda málið þeim skylt. Ég skyl það vel og það séu vonbrigiði með hina nýja stöðu, að neita nýrri sýn á málin og að menn kjósi að dvelja í fortíðinni og gera hana upp með öllum ráðum.

Ég las í morgunsárið viðtal við stjórnarformann Arionbanka og er að mörgu leiti sammála því sem að frú Monica segir og dvel ekki lengur við málið. Mun fólki líða betur ef einhver fer í fangelsi, mun lífsviðurværi og afkoman batna eða mun þjóðarsálin fá friðþægingu. Stór er spurt 2012? Ættu Alþingismenn ekki að hysja upp um sig buxurnar og reyna að finna lausnir hvernig má bæta heilbrigðis- og menntakerfið og hvernig má laga stöðu þeirra sem að minna mega sín? Er ekki komið nóg af þessu kjaftæði sem dynur á okkur dag sem dimma nátt! 

Hluti úr viðtalinu við frú Monicu:

,,Íslendingar eiga að horfa fram á við - Monica telur að Íslendingum ætti að finnast mikið til þess koma hversu fljótt landið virðist vera að ná sér eftir efnahagshrunið. Hagvöxtur hér er 2-3% sem er mun hærra en hjá flestum ríkjum Evrópu. Þegar ég les greinar um Ísland í erlendum fjölmiðlum eru þær mjög jákvæðar. Þær fjalla um að landið sé að ná sér hratt eftir efnahagsáföll og á listum yfir þau lönd sem ferðamenn vilja helst heimsækja er Ísland oftar en ekki í fyrsta sæti. Efnahagur landsins, í samanburði við mörg önnur lönd í Evrópu, er mjög sterkur. Ísland hefur jafnað sig nokkuð vel og hratt. Að mínu mati væri það Íslendingum mjög hollt að dvelja ekki um of við fortíðina og einbeita sér, reynslunni ríkari, að framtíðinni og möguleikum.’’


mbl.is Ekki aukið virðingu almennings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Ragnheiður Elín Árnadóttir talaði um að FLokkurinn hefði "axlað pólitíska ábyrgð" með því að víkja úr stjórn eftir hrun. Stelpu álftin áttar sig ekki á því að þegar flokkur hangir á völdum eins og hundur á roði og lætur draga sig á hárinu úr stólunum æpandi og skrækjandi og síðan sparkað á rassgatinu út á götu, kallast ekki að "axla pólitíska ábyrgð" en við hverju öðru var að búast hjá heilaþvegnum og spilltum FLokkshálfvita eins og þessi ömurlega Ragnheiður Elín er.

Guðmundur Pétursson, 21.1.2012 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband