Þarf foringinn ekki að líta til baka

Það hefur aldrei verið öfundsvert að gegna opinberu embætti og bjóða fram krafta sína í þágu samfélagsins. Helsti vandi leiðtoganna í stjórnmálunum þessa dagana birtist helst í því að það eru fáir fylgjendur sem hreinlega trúa á þá framtíðarsýn sem boðuð er - vantraustið virðist ráða ríkjum á mörgum víðstöðvum. Það kom mér svo sem ekkert á óvart að forsætisráðherra sé ósáttur við þá staðreynd að kjörfylgi stjórnarflokkanna mælist lítið þessa dagana eins og hann lýsir í viðtali í Fréttablaðinu í gær.

Einn helsti vandi forsætisráðherra í dag fólgin í þeirri staðreynd að það er erfitt að leiða og stýra málefnum landsmanna ef þeir eru á öndverðum meiði í flestum meiriháttar málum. Hlutirnir í stjórnmálunum verða ekki skýrari en það. Það þurfti ekki að segja kaupmönnunum í Silla & Valda hvað væri best, hagsmunir viðskiptavinanna voru alltaf í fyrsta sæti.

Stjórnmálamenn sem að ganga ekki í takt við vilja þjóðar sinnar, geta ekki dregið upp skýra framtíðarsýn, né sýnt með afgerandi hætti að þeir séu hæfir til þess að leiða þjóðina áfram ættu að líta til baka og sjá hverjir eru í stuðningsliðinu. Það er ekkert rangt við að viðurkenna að hafa mistekist ætlunarverkið en það er sínu verra að neyða afarkostum upp á þá sem ekki vilja þiggja dúsuna. Af ávöxtunum skulum við þekkja þá hljómaði iðulega hjá Silla & Valda, það sama á við um í dag og stjórnamálamenn verða að skilja að kjósendur taka ekki endalaust við skemmdum eplum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband