Af frændsemi í norðurhöfum

Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að það er aldrei gott að gera samning á forsendum þriðja aðila eða vera í þeirri stöðu að geta sig hvergi hrært. Hugtakið norræn samvinna hefur kannski aldrei gagnast íslenskri þjóð með afgerandi hætti. Það sem vekur hins vegar athygli er að okkur hefur mistekist að koma skilaboðum okkar á framfæri svo mark sé á tekið. Auðvitað segja embættis- og stjórnmálamennirnir okkur annað. Kannski hefði verið betra að opna upplýsinga- og samskiptaskrifstofur í þeim löndum þar sem eigum hvað mest undir, í stað þess að vera að eyða himinháum upphæðum í rekstur skilanefnda, lögfræðinga og endurskoðenda á óraunverulegum töxtum (ekki illa meint). Í samskiptum mínum við erlenda aðila sem eru margir þá fæ ég oft spurningar um það hvort Ísland sé ekki gjaldþrota og hvort að fólk hafi yfirleitt í sig og á!

Er það ekki einmitt málið að okkur hefur mistekist að kynna hagsmuni okkar á afgerandi hátt. Ef málflutningur okka og málstaður er svo góður eins og við höfum haldið fram afhverju styðja þá norrænu frændþjóðirnar okkur ekki betur? Hefur núverandi staða ekki sýnt okkur Íslendingum að við verðum í framtíðinni að treysta á að misstíga okkur ekki á efnahagssviðinu heldur vera sjálfum okkur næg.

Það er alltaf sárt að reka sig á að vinirnir bregðist á ögurstund, það þýðir þó ekki að lífinu sé lokið. Ísland er ekki nafli alheimsins eins og fjölmiðlar og ferðamálafyrirtækin hafa keppst við að segja okkur. Við erum lítið land með mikilar auðlindir, vel menntaða þjóð sem býr við mikla lýðræðishefð. Við getum ræktað garðinn víðar en á Norðurlöndum. Lífsbjörgin í norðurhöfum verður að byggja á íslenskum raunveruleika en ekki frændsemi sem talað er um á hátíðarstund.

 

 


mbl.is Sænsk lán háð Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Ísland á að leita til Rússa, Þýskalands, Kínverja og Indverja um lán, Norðmenn, Danir, Svíar og Finnar hafa ekki kjark og hreinlega þora ekki að lána okkur peninga því þeir eru lafhræddir við heimsveldið Bretland sem ruplaði og rændi nýlendum í mörghundruð ár muni berja á þeim ef þeir rétta okkur aðstoð fyrr en þeir eru búnir að handrukka okkur fyrir eitthvað sem þeir komu sér sjálfir í með lélegu eftirliti og ESB regluverki sem brást gjörsamlega, fari þessar frændþjóðir andskotans til.

Sævar Einarsson, 8.3.2010 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband