Færsluflokkur: Íþróttir
Áfram Ísland
30.3.2008 | 20:59
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Macao vekur athygli
24.3.2008 | 17:31
Miðvikudaginn 10. mars sl. hitti ég fyrir 5 manna sendinefnd frá Macao, en Macao er eitt af sérstökum sjálfsstjórnarsvæðum Kínverska Alþýðulýðveldisins og fyrrum Portúgölsk nýlenda. Það var mjög sérstakt að ræða við sendinefndina og þá opinberu stefnu sem í lýði er en hún gengur út á að skipuleggja sem flesta alþjóðlega íþróttaviðburði. Það sem vakti athygli mína var að sendinefndin tjáði mér að þeir hefðu litlar 40 milljónir evra til reiðu árlega. Íþróttayfirvöldin í Macao eru líka draumur margra sem að skipuleggja íþróttakeppnir þar sem að glæsihallir og frábær íþróttamannvirki eru til staðar. Gríðarlegur vöxtur spilavíta og leijastarfssemi ýmis konar er í fyrirrúmi á þessu litla landsvæði, en fregnir segja að þeir hafi vinningin fram yfir Vegas í dag. Veit ekki hvort það er satt en kæmi það ekki á óvart. Burt séð frá spilavítunum þá eru aðstaðan og fjármagnið til staðar og ljóst að menn kappkosta að gera þau sem veglegust. Í Macao hafa menn reist marga Laugardalsvelli án þess að blikna.
Íþróttir | Breytt 30.3.2008 kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Havelange datt inn
24.3.2008 | 13:29
Það er alltaf gaman þegar að þekktir einstaklingar reka inn nefið á skrifstofuna og maður fær að taka í spaðann á þeim og skiptast á nokkrum orðum. Að þessu sinni var það fyrrum forseti FIFA (Alþjóða Knattspyrnusambandsins) í síðustu viku en það var svo sem ekki í fyrsta skipti enda kært með honum og forseta FIVB. Ástæða heimsóknarinnar var að skoða hina nýju og glæsilegu höfuðstöðvar FIVB í Lausanne þar sem þær standa á einum glæsilegasta reit borgarinnar með útsýnið yfir vatnið allt yfir til Evian í Frakklandi þar sem að friðarsamkomulagið um Alsír var eitt sinn undirritað. Annars var Havelange ern að sjá þrátt fyrir að vera kominn á 85. aldursárið ef ég man rétt. Síðustu helgina i febrúar varð ég síðan þeirrar gæfu aðnjótandi að hitta núverandi forseta FIFA, Sepp Blatter með fulltrúum WADA auk fulltrúa helstu Alþjóðasérsambandanna í höfuðstöðvum þess í Zurich. Bygging FIFA í Zurich er mikið mannvirki og ljóst að mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að Havelange kom þar að málum en ef ég fer rétt með þá á hann að hafa sagt að hann hafi fundið gamalt hús og 20 dollara í sjóðum FIFA þegar hann tók við. Veit ekki hvort þetta er satt en þessir S-Amerísku herramenn eru þekktir fyrir að skreyta mál sitt. Það er gaman að vera í návist slíkra manna annað slagið og sjá hvernig þeir bera sig að eins og sannir aristókratar. Annars er mikið um heimsóknir fyrirmenna í höfuðborg heimsíþróttanna í Lausanne og Ólympíusafnið skartar Beijing skreytingum og limmarnir renna ótt og títt um stræti borgarinnar þar sem að forystumenn íþróttanna og aðrir erindrekar berast á þessi dægrin. Þeim á eftir að fjölga sendinefndunum hérna á komandi vikum.
Íþróttir | Breytt 30.3.2008 kl. 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)