Færsluflokkur: Bloggar
Gæði og fagmennska í fjölmiðlun
16.5.2009 | 12:23
Það er ekki í fyrsta skipti sem að 365 miðlar og það sem því tengist fara með fleipur og það hlýtur að vera erfitt fyrir fjölmiðlamenn að starfa í slíku umhverfi, nema þá að þeim sé alveg sama. Raunar finnst mér það merkilegt að menn komast of oft upp með að skrifa og láta fara frá sér fréttir án þess að athuga staðreyndir. Slíkt skaðar ekki bara fjölmiðilinn sjálfan heldur oft á tíðum saklaust fólk sem má ekki vamm sitt vita og þá er ég ekki sérstaklega að vísa til fréttarinnar sem um er rætt heldur margar aðrar sem hafa fengið að fljóta á vissum miðlum. Gæði fjölmiðla birtast hvað fyrst og fremst í því fólki sem þar starfar og það er orðið of mikið um rangfærslur og skorti á fagmennsku í fjölmiðlum þessa dagana. Góð fjölmiðlmun birtist hvað fyrst og síðast í hlutlægni og því að skilja kjarnann frá hisminu, það er oft erfiðleikum bundið eins og staðreyndir sýna. Það væri gaman að siðanefnd Blaðamannafélagsins tæki saman tölfræði um rangfærslur fréttum og birti í lok árs ég er klár að það væri áhugaverð lesning.
Athugasemdir við fréttaflutning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Að vera haldinn fullkomnunaráráttu
10.5.2009 | 11:48
Afleiðing fjármálakreppunnar kemur fram í ýmsu, jafnvel þeir sem voru í skilum lentu í vanskilum. Eftir að bankinn minn SPRON féll þá mætti mér óvæntur vandi, þ.e. að byrja öll bankaviðskiptin upp á nýtt með nýjum aðilum. Það settist enginn kvíði að mér við að takast á við það verkefni en það tók langan tíma að koma einföldum hlutum í lag. Eftir að hafa fengið yfirlit yfir úttektir af reikningi mínum nýverið þá rak mig í rogastanz þegar að Síminn tók 450 kr. út af reikningi mínum vegna vanskila. Sökin var ekki mín en yfirgangurinn og frekjan eru mikil hjá Símanum, sama fyrirtæki og auglýsir að ég geti valið mér 6 vini, og ég sem hélt að Síminn væri einn af mínum helstu vinum enda hef ég verið í viðskiptum með farsímann hjá þeim frá þeim degi er Halldór Blöndal fyrrverandi Samgönguráðherra hleypti GSM kerfinu af stokkunum með mikilli viðhöfn og ætli vísa hafi ekki flotið með af því tilefni. Þrátt fyrir gylliboð hinna símafyrirtækjanna þá hef ég verið eins og húsbóndahollur hundur og ekki yfirgefið húsbóndann.
Eftir að hafa skýrt mál mín út fyrir Símanum og farið góðfúslega fram á að fá þessar 450 kr. endurgreiddar þá hafa engar efndir orðið, enda eru vanskil bara vanskil og það skiptir engu hvernig þau áttu sér stað. Það er samt hart að þurfa að sæta álagi vegna vanda í greiðslukerfinu, vanda sem að maður á enga sök á. Það er ljóst að Síminn hefur ekki eingöngu haft 450 kr. af mér heldur eru þar hundruð eða þúsundir viðskiptavina gamla SPRON í sömu sporum ef þeir hafa látið millifæra sjálfkrafa af reikningum sínum.Slíkt innheimtulag ber ekki vott um almenna skynsemi og þjónustulund heldur yfirgang! Já ég verð að segja og skil að það séu auglýst námskeið sem gera út á kvíða, sérstaklega í þjóðfélagi þar sem skilningur á núverandi ástandi virðist vera takmarkaður hjá lykilfyrirtækjum eins og Símanum.
Kannski glími ég við fullkomnunaráráttu og margir sem þekkja mig myndu án efa taka undir það þegar að ég ætla að reyna að ná 450 kallinum til baka. Það verður aldrei neinn efnahagsávinningur af því fyrir mig enda mun ég leggja meira út til þess að ná rétti mínum til baka. Málið er hins vegar hluti af fullkomnunaráráttu minni og þeirri vegferð við að reyna að standa í skilum og liður í baráttu neytenda við ofríki stórfyrirtækja og virðingu þeirra fyrir neytendum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Barnaborgin með Icelandair
25.4.2009 | 11:43
Fékk skemmtilegan póst frá Vildarklúbbi Icelandair þar sem mér stóð til boða að kaupa ferð á sérstöku afsláttarverði fyrir börn en sá galli er á gjöf Njarðar að upphafið á ferðinni er bundið við Ísland. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skiptið sem að þetta ágæta félag mismunar viðskiptavinum sínum sem að eru búsettir erlendis. Það hljóta að vera þúsundir Íslendinga sem eru búsettir erlendis með börn á sínu framfæri. Það er ljóst að þeim er mismunað með þessu tilboði og margir þeirra eru að auki félagar í Vildarklúbbi Icelandair. Það er líka rétt að geta þess að börnin fá svo frítt teppi og kodda í ofanálag, auk nælu og smá nestisbox sem að fylgir með fluginu. Það er alveg með ólíkindum hvernig komið er fyrir þessu fornfræga félagi og útsending á pósti sem þessum virkar hjákátlegur og móðgun við fjölda Íslendinga erlendis. Umboðsmaður neytenda ætti nú að kíkja á þetta mál enda miklir hagsmunir í húfi fyrir þá sem síst geta hönd fyrir höfuð sér borið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bubbi eða Jónas?
19.4.2009 | 22:02
Jónas Kristjánsson www.jonas.is skýtur föstum skotum að einum af ástsælustu tónlistarmönnum landsins, Bubba Morthens www.bubbi.is fyrir að hafa verið handgenginn útrásarvíkingunum og fyrir að hafa verið lélegan kapitalista. Auðvitað er Bubbi mannlegur og á rétt á að hafa sýnar stjórnmálaskoðanir rétt eins og Jónas á fullan rétt á skoðunum sínum. Í stjórnmálunum ráðast vinsældirnar hvar mönnum er skipað á lista, stundum með litlum fjölda atkvæða og þrátt fyrir að hafa verið slappir Alþingismenn þá komast menn á þing 4 árum seinna vegna kosningakerfisins.
Í tónlistarheiminum þurfa menn að selja sjálfan sig og tónlistana til þess að komast af. Bubbi hefur sýnt að hann er yfirburðartónlistarmaður enda hafa fáir íslenskir tónlistarmenn náð að selja eins vel og hann. Í heimi dagblaðanna þá gilda sömu lögmál og í tónlistinni og menn þurfa að selja vöruna og mér dettur í hug hvort að títtnefndum Jónasi færi betur að líta í eigin barm, enda tókst honum lítið að selja DV nema þá helst í réttarsölunum. Jónas er engu að síður góður penni, hvass og skýr og það sama á við Bubba hann kann tökin á tækninni. Ég er samt ekki viss hvor þeirra félaga hlyti meiri almannahylli ef kosið væri um vöru þeirra félaga í dag!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýtt líf með nýja Kaupþingi og Iceland Express
25.3.2009 | 21:11
Jæja þá er maður komin í viðskipti við nýja Kaupþing eftir að SPRON féll. Ég hef í dag reynt að hringja nokkrum sinnum í nýja Kaupþing, en það hefur verið fátt um svör, símadaman reyndi að plögga mig við þjónustufulltrúana, en eftir að hafa beðið í símanum í drykklanga stund þ.e. heilar 6. mínútur þá ákvað ég að hringja aftur, og aftur var sama staðan uppi en að lokum fékk ég samband við sjálfvirkan símsvara og ég valdi að skilja eftir talskilaboð eftir að rödd sem að var svo hugljúf og hrein tjáði mér að það yrði hringt í mig eftir klukkustund. Hringingin kom aldrei. Kannski er þetta hið nýja Ísland, breyttir tímar frá því sem var þegar að bankar og sparisjóðir kepptust við að lána fólki. Nýju viðmiðin bera væntanlega keim af því að ríkið er lykilhlutverki og það má búast við því að þarfir viðskiptavinanna verði neðarlega í forgangsröðuninni. Það er ljóst að hugmyndafræðin með að láta Kaupþing banka gleypa öll viðskipti Sparisjóðsins kunni að valda verulegum vandræðum hjá mörgum, enda þekkir sá banki ekki viðskiptavini SPRON og það er ekki auðvelt að taka slík viðskipti yfir á einni nóttu.
Það virðist líka vera erfitt að eiga viðskipti við íslensku flugfélögin nú um stundir. Ég var búinn að kaupa mér miða með Iceland Express í fyrsta skipti á lífsleiðinni og það tveimur mánuðum fyrir brottför. Það var allt gott og blessað, eina vandamálið var að Iceland Express ákvað að breyta flugáætlun sinni hálfum mánuði fyrir brottför og flytja flugið fram um 9,5 klst. Þetta þýddi að tengiflug mitt er ónýtt og verður maður að éta það sem úti frýs eins og mér hefur verið tjáð.
Jæja þá er bara að vona að morgundagurinn verði betri en dagurinn í dag.
Bloggar | Breytt 26.3.2009 kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ísland í kastljósi fjölmiðla víðsvegar um heiminn
4.2.2009 | 21:21
Það var ítarleg umfjöllum um Ísland of íslensk málefni í La Republica í gær sem er áreiðanlegasta dagblað Ítalíu. Ítalskur félagi minn ýtti blaðinu hreinlega í andlitið á mér og tjáði mér að það væri varla hægt að opna fyrir sjónvarp eða blöð svo að það væri ekki minnst á Ísland. Ég verð áþreifanlega var við þetta þar sem að ég hitti fyrir fólk sem kemur víða að. Kynhneigð forsætisráðherra hefur líka vakið almenna athygli í fjölmiðlum og sumir miðlar hafa einnig rætt um langa stjórnmálareynslu forsætisráðherra. Vonandi fara að koma jákvæðari fréttir frá Íslandi og það er greinilegt að ímynd okkar hefur beðið hnekki og landið orðið einhverskonar tákn fyrir þá kreppu sem nú gengur yfir. Það er lykilatriði að menn sinni ímyndarvinnunni betur og það er atriði sem að má ekki gleymast.
Gerir óspart grín að Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Krónan kemur alltaf til baka
29.1.2009 | 10:45
Seðlabanki Evrópu hefur ekki skráð gengið á íslensku krónunni síðan 3. desember en þá var 1 evra jafngildi 290 íslenskra króna, sjá hér:
http://www.ecb.int/stats/exchange/eurofxref/html/index.en.html
Auðvitað er núverandi gengisskráning háð miklum takmörkunum ennþá þar sem að fyrirtæki og almenningur hafa ekki greiðan aðgang að gjaldeyri. Það er mikilvægt að hægt sé að fylgjast með verðmyndun á helstu nauðsynjavörum, olíu, bensíni og matvöru á gagnsæjan hátt. Það þurfa allir aðhald og það er lífsnauðsynlegt að fjölmiðlar fylgi á eftir með verðkönnunum hjá helstu birgjum.
Það er líka ljóst að núverandi styrking er mjög jákvæð fyrir sálarlífið hjá þeim eru með erlend myntkörfulán, þeirra staða lagast núna en bölvuð verðtryggingin heldur hinum föstum í fátæktargildrunni.
Evran nálgast 150 króna múrinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Nótt hinna löngu hnífa
28.1.2009 | 18:39
Það er mikilvægt að bankastjórar gömlu bankanna gangi fram fyrir skjöldu og svari þeim ávirðingum sem á þá eru bornar. Undir handleiðslu gömlu bankastjóranna hafa starfað hundruð manna sem líka sæta ávirðingum vegna opinberrar umræðu. Í núverandi árferði er mikilvægt að vinnan við endurskoðun gömlu bankanna verði hraðað eins og kostur er, enda ótækt að láta málin hanga í lausu lofti. Úlfur úlfur má ekki verða viðkvæðið núna þar sem æsingur og læti ráða för. Nú þarf skynsemi og aga. Maður veltir því hins vegar fyrir sér hvort að nótt hinna löngu hnífa sé runnin upp í íslensku þjóðfélagi. Menn eru saklausir þar til sekt sannast, eða hvað?
Engin stór lán til Tchenguiz síðustu dagana fyrir fallið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gott hjá Stefáni
22.1.2009 | 19:59
Ég er á því að Stefán hafi staðið sig afburðavel sem lögreglustjóri og margir lögreglumenn eiga miklar þakkir skyldar fyrir að starfa í þágu okkar hinna. Það er ekki öfundsvert hlutverk að þurfa að hætta lífi og limum fyrir framan sjálft Alþingi Íslands. Það er búið að reyna að eiga við menn með góðu en það hefur ekki dugað hingað til. Það er komin fram ný þjóðfélagsmynd þar sem meiri harka og skeytingarleysi eru ríkjandi. Það er ljóst að það þarf að styrkja löggæsluna í landinu enn frekar með betri búnaði til þess að tryggja fælingarmáttinn. Það er sennilega það eina rétta í stöðunni enda getur ástand eins og við öfum orðið vitni að þróast út í eitt allsherjar ófremdarástand. Ég held að flestir kjósi sterka löggæslu sérstaklega í því ástandi sem er til staðar núna.
Munu hafa uppi á ofbeldismönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 23.1.2009 kl. 18:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jákvæðar æfingar bestar
11.1.2009 | 14:30
Það er ekkert að því að fólk mótmæli og komi fram skoðunum sínum á friðsamlegan hátt. Það ber hinsvegar að taka ummæli Harðar alvarlega þegar að hann segir mótmælin vera rétt að byrja. Það hefur sýnt sig að lítið má útaf bregða til þess að hlutirnir fari ekki úr böndunum og ljóst að lögreglan verður að vera tilbúin að grípa inn í fyrr ef illa fer. Málefnaleg mótmæli eiga að snúast um réttmætar kröfur og vera jafnframt með skilaboð til úrlausnar, það er væntanlega hagur flestra. Vonandi verða æfingarnar í anda sjálfsstyrkingar og málefnalegrar umræðu og Hörður ber gríðarlega ábyrgð á því að allt fari vel fram. Af litlum neista verður oft mikið bál!
Hörður: Mótmælin rétt að byrja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)