Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2013

Á blóðslóð

Ég skil vel að Karli hafi ekki liðið vel að hafa rottweiler í eftirdragi enda kynið þekkt fyrir að vera árásargjarnt. Maður er manns gaman og sennilega er það eins um hunda. Það er ljóst að Karli hefur verið brugðið og kannski hefur rottweilerinn viljað tjá fjölmiðlamanninum ást og umhyggju en það hefur kannski misskilist í þetta skiptið. Það sem vekur samt athygli er að Lögreglan gat ekkert aðhafst, það hefði þurft ,,hundsbit" til þess að fá hana í útkall. Er það ekki tímanna tákn að það er ekki öruggt að ferðast um götur borgarinnar lengur. Lögrelgan er svelt og almennir borgarar með eða án hunda líða fyrir.

Öryggi borganna ætti að vera í fyrsta sæti en er það svo?


mbl.is Rottweiler elti Karl og Kát
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband