Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012
Hægfara eignaupptaka
29.3.2012 | 11:46
Það er eðlilegt að hinn sérstaki auðlegðarskattur sé skoðaður nánar og þá með tilliti til þeirra áhrifa sem að hann hefur á hinn almenna borgara. Margir hafa tjáð sig um málið enda hefur það komið í ljós að margir eldri borgarar fara illa út úr þessu þar sem að þeir búa margir í skuldlausum fasteignum. Það eru líka mýmörg dæmi um það að fólk hafi lágar tekjur en eigi dýrar fasteignir, eignir sem að það byggði sjálft af eigin dugnaði og af eljusemi.
Er það eðlilegt að launamaður sem að hefur hefur lagt sitt til samneyslunar í formi skatta og annara greiðslna til hins opinbera, auk þess að greiða skatta og skyldur til síns sveitarfélags þurfi að greiða enn frekari skatta vegna þess að fasteignamat eignarinnar hefur hækkað mikið í gegnum árin og hækkar þannig eignastöðuna hjá viðkomandi í skattalegu tilliti. Á sama tíma er viðkomandi kannski sestur í helgan stein og hefur einungis úr ellilífeyrinum að spila?
Sennilega kemur þessi skattur harðar niður á þeim sem búa á Reykjavíkursvæðinu enda fasteignamatið þar hærra en víðar gengur og gerist. Tveir einstaklingar búa í svipuðum húsum eiga svipað undir sér nema hvað annar einstaklingurinn býr á röngum stað í röngu húsi á röngum tíma.
Flestir byggja sína veröld á því að afla launatekna og þær eru skattlagðar í samræmi við tekjurnar sem aflað er. Í 1sta lið 72 greinar Stjórnarskrár Íslands segir að eignarétturinn sé friðhelgur. Er það svo þegar búið að skattleggja launatekjurnar einu sinni, viðkomandi launþegi búinn að kaupa vöru og þjónustu á almennum markaði eftir að hafa verið þátttakandi í efnahagshringrásinni þurfi síðan að greiða skatta af slíkri eignamyndun aftur? Er það réttlátt kerfi?Að auki ber að geta þess að það er þegar búið að hækka tekjuskatta sem meira vit er í. Kannski væri líka raunhæfara að hækka þá fjármagstekjuskattinn meira í stað þess að vera með dulbúna skattheimtu sem kann að vera mjög ósanngjörn fyrir vissan hóp skattgreiðenda. Er ekki eðlilegra og raunhæfara að menn greiði meiri skatta af arði vegna umsýslu fjármagns í stað þess að skattleggja fasteignir þeirra sem eru hættir að vinna og skila eigendum kannski litum sem engum arði?
Það er vonandi að við endum ekki í svipuðum sporum og þegnar Vilhjálms III Englandskonungs sem að lagði skatt á hús með tilliti til þess hve margir gluggar voru á því. Auðvitað fór það svo á endanum að fólk múraði upp í gluggana og þá minnkaði skattfé ríkisins en er það ekki hundalógík?
Tekjulágir skattlagðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.4.2012 kl. 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)