Bloggfærslur mánaðarins, september 2011
Verði ljós með Solar Demi!
18.9.2011 | 17:34
Nýsköpun og sköpunargáfa!
Það er ekki hægt annað en að dást að þessum góða manni. Vinsamlega sjáið með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Skapandi hugsun getur breytt aðstæðum:
http://www.youtube.com/watch?v=JOl4vwhwkW8&feature=share
Snilligáfa er aðeins einstökum gefin?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Geta vefmiðlarnir gert betur?
18.9.2011 | 13:27
Það er oft gott að fylgjast með fjölmiðlaumræðunni utan frá og þá sér í lagi að fylgjast með vefmiðlunum sem eiga að vera kvikir og lifandi og taka púlsinn á því sem er að gerast. Ég veit ekki hvort að það sé einungis tilfinning eða hvort að það sé eins og gagnrýnin hugsun og frumkvæði hafi horfið af sjónarsviðinu hjá þeim vefmiðlum sem að kenna sig við miðlun frétta og fróðleiks. Það þarf ekki annað en að fara á milli helstu vefmiðla til þess að sjá að iðuglega haga þeir sér alveg eins og flytja fréttir af því sama og oftast eru ýmsar fréttir afritaðar beint á milli miðla, t.d. skrifar mbl.is einhverja frétt og hún er skömmu seinna komin á pressuna.is o.s.frv. o.s.frv.
Ég velti því fyrir mér hvort að metnaðurinn hafi horfið og þá sér í lagi gagnrýnin hugsun á þessum miðlum? Er þetta vegna niðurskurðar? Einnig virðast mér flestir vefmiðlarnir vera dauðir yfir helgar og lítið um nýjar fréttir og því lítið annað að gera en fylgjast með erlendu miðlunum. Það væri gaman að heyra hvort að fleiri hafa sömu tilfinninguna í þessu efni?
Bloggar | Breytt 19.9.2011 kl. 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)