Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011
Gott mál
20.8.2011 | 20:13
Gott mál að samningar náðust en það er spurning hvert reikningurinn verður sendur? Mörg bæjar- og sveitarfélög standa illa en það er lítið ráðrúm til þess að mæta auknum launahækkunum og ljóst að margir hópar hugsa sér gott til glóðarinnar í framhaldinu. Ein leið til þess að mæta núverandi launahækkunum er að þeir sem nota þjónustuna greiði fyrir hana en auðvitað verða misjafnar skoðanir á því eins og öðru. Aukin verðbólga og hækkandi verðlag mun leiða til þess að fólk mun fara fram á hækkanir á sínum launum á næstu mánuðum. Niðurstaðan hlýtur að teljast rós í hnappgat Haraldar sem virðist hafa komið með ferska vinda inn í sitt stéttarfélag, og ljóst að hann er liðtækur á fleira en trommukjuðana.
![]() |
Þakklátur fyrir samninginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.8.2011 kl. 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)