Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011
Að treysta á aðra
7.7.2011 | 15:06
Það er ljóst að margir einstaklingar og fyrirtæki hafa farið illa út úr því að missa gamla viðskiptabankann og samskiptin ekki upp á það besta eins og fréttin greinir frá. Fall íslensku bankanna kallaði ekki eingöngu fram tap á fjármunum heldur töpuðust mikilvæg viðskiptatengsl og traust sem áður hafði verið byggt upp. Það sem áður þótti smámál virðist vera orðið að stórmáli í dag og er kannski tákn um breytta tíma, tíma sem einkennast af meiri hörku og minna af traustum samskiptum og skilningi á milli aðila.
![]() |
Furða sig á framkomu bankans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt 21.8.2011 kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)