Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Nýtt líf með nýja Kaupþingi og Iceland Express

Jæja þá er maður komin í viðskipti við nýja Kaupþing eftir að SPRON féll. Ég hef í dag reynt að hringja nokkrum sinnum í nýja Kaupþing, en það hefur verið fátt um svör, símadaman reyndi að plögga mig við þjónustufulltrúana, en eftir að hafa beðið í símanum í drykklanga stund þ.e. heilar 6. mínútur þá ákvað ég að hringja aftur, og aftur var sama staðan uppi en að lokum fékk ég samband við sjálfvirkan símsvara og ég valdi að skilja eftir talskilaboð eftir að rödd sem að var svo hugljúf og hrein tjáði mér að það yrði hringt í mig eftir klukkustund. Hringingin kom aldrei. Kannski er þetta hið nýja Ísland, breyttir tímar frá því sem var þegar að bankar og sparisjóðir kepptust við að lána fólki. Nýju viðmiðin bera væntanlega keim af því að ríkið er lykilhlutverki og það má búast við því að þarfir viðskiptavinanna verði neðarlega í forgangsröðuninni. Það er ljóst að hugmyndafræðin með að láta Kaupþing banka gleypa öll viðskipti Sparisjóðsins  kunni að valda verulegum vandræðum hjá mörgum, enda þekkir sá banki ekki viðskiptavini SPRON og það er ekki auðvelt að taka slík viðskipti yfir á einni nóttu.

Það virðist líka vera erfitt að eiga viðskipti við íslensku flugfélögin nú um stundir. Ég var búinn að kaupa mér miða með Iceland Express í fyrsta skipti á lífsleiðinni og það tveimur mánuðum fyrir brottför. Það var allt gott og blessað, eina vandamálið var að Iceland Express ákvað að breyta flugáætlun sinni hálfum mánuði fyrir brottför og flytja flugið fram um 9,5 klst. Þetta þýddi að tengiflug mitt er ónýtt og verður maður að éta það sem úti frýs eins og mér hefur verið tjáð.

Jæja þá er bara að vona að morgundagurinn verði betri en dagurinn í dag.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband