Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Af almenningssamgöngum

Ég var að lesa grein bæjarstjórans í Garðabæ í Fréttablaðinu í dag. Greinin varpar svo sem ekki nýjum staðreyndum fram um almenningssamgöngur heldur frekar að hún sýni að almenningssamgöngur hafa verið aftarlega á merinni, sérstaklega strætisvagnasamgöngur í Reykjavík og ekki má gleyma Kópavogi, Garðabæ, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ. Það verður alltaf dýrt að reka samgöngukerfi í landi með fáa íbúa en rökin snúa samt frekar að því að móta heilstæða framtíðarsýn í þessum málaflokki og þá þarf að skoða Suðurnesin og Keflavíkurflugvöll sérstaklega. Eftir að hafa dvalið í Svissneska fjallaloftinu í nokkurn tíma og kynnst almenningssamgöngum sem vit er í þá er sennilega hægast að segja frá því að forstjórar sem almennir launþegar nota almenningssamgöngurnar enda eru þær áreiðanlegar með afbrigðum og gildir þá einu hvort um er að ræða lestir eða strætó. Það eru einungis Íslendingar sem að hringja í mig og biðja mig um að sækja sig á flugvöllinn en það er aldrei gert hérna enda ber lestinn menn beint á bæjarstæðið þar sem þeir hitta viðkomandi. Það vakti hinsvegar athygli mína að greinin var lagt út af því að kostnaðurinn við að reka kerfið væri mikill og það væri ekki réttlætanlegt að hafa slíkt kerfi frítt. Auðvitað varpar greinin einungis ljósi á kostnaðarstærðirnar við rekstur Strætó bs en annar efnahagslegur ávinningur er ekki tekinn inn í heildarmyndina. Það er svo sem skiljanlegt að menn vilji ekki setja pening í rekstur sameiginlegs kerfis, sérstaklega ef menn sjá ekki þjónustuþáttinn eða hagsmunina af því að vera þar innabúðar. Það verður samt að gera kröfu til bæjarstjórans að hann vandi málfar sitt í opinberri umræðu þar sem hann segir: ,,Rekstur Strætó bs. er þungur. Á komandi árum má búast við að hann þyngist, m.a. vegna hærri rekstrarkostnaðar og aukinna krafna um þjónustu.'' Hvað sem öllu líður þá er ljóst að almenningssamgöngur þurfa aukna vikt og nýjar lausnir þarf að skoða með opnum huga, svo sem raflestir o.s.frv.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband