Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Morgunblaðið tekur slaginn

Það var nokkuð sérstakt að sjá blaðamann Morgunblaðsins sem að hefur þær skyldur að flytja fréttir af starfsemi Alþingis stíga í pontu á borgarafundi í Iðnó og vera í kastljósinu í kvöldfréttum sjónvarpsstöðvanna. Það er nokkuð sérstakt að menn komi fram beggja megin borðsins og ætli sér að flytja hlutlægar fréttir af ástandi landsmála á sama tíma. Kannski förum við að sjá blaðamennina segja eina tegund af fréttum og vera síðan með aðra opinbera skoðun? Hvað veit maður!


Múgæsing á Austurvelli

Það er erfitt að sitja í erlendu landi og fylgjast með þeim múgæsingi sem að hefur átt sér stað á Austurvelli í dag. Það er ljóst að lögreglan virðist ekki hafa ráðið við ástandið. Það er ljóst að við erum að fara inn nýja tíma þar sem að allt getur gerst. Það er þó lágmark að lögreglan hafi úrræði til þess að verja helstu stofnanir ríkisins og innviði stjórnkerfisins fyrir þeim sem hyggjast stunda skemmdarverk.

Það er skiljanlegt að fólk sé reitt og því sé stórlega misboðið en það er stigsmunur á milli mótmæla, óaldar og uppistands. Ég hef reyndar fylgst með slíkum mótmælum í Sviss og það er ljóst að Lögreglan hér myndi aldrei láta það líðast það sem sást á Austurvelli. Sennilega höfum við framleidd meira af skemmtiefni fyrir erlendu fjölmiðlana sem fylgjast grannt með ástandinu og flytja margir hverjir neikvæðar fréttir af ástandinu.

Það þarf að vopna lögregluna svo að hún hafi fælingarmátt. Kannski það verði best fyrir alla við sjáum að ofbeldisglæpir eru tíðir á Íslandi og margar alvarlegar líkamsárásir eiga sér stað. Í Sviss, þessu landi friðarins þá ganga ungir hermenn um stræti borganna með hríðskotabyssuna utan á sér, jafnvel inn á Mcdonalds og ekkert þykir sjálfssagðara. Sama gildir um lögregluna sem er vopnuð í sínu daglega amstri. Þetta virðist ekki pirra almenning sem að ber virðingu fyrir lögum og reglu, svona oftast nær. Það er hins vegar ljóst að Lögreglan í Reykjavík þarf að búa sig undir breytt landslag og ég skil ekki hvernig þessir lögreglumenn fást til þess að standa beint fyrir framan fjöldann og jafnvel inn á milli hans ekki vitandi hvað menn hafa í hyggju. Maður verður að taka ofan fyrir slíku fólki sem er í þjónustu okkar á viðsjárverðum tímum.

 

 

 


Lýðræðið í kjörbúðinni

Í kjörbúðinni geta neytendur gengið inn á milli  hillanna og valið þær vörutegundir sem að þeim geðjast að. Þetta er hinn virki réttur neytandans að láta sig verð, gæði, útlit og þjónustu ráða för þegar að ákvarðanirnar eru teknar. Því miður þekkjum við öll að stundum hlaupum við á okkur og kaupum hluti sem eru okkur ekki til gagns né hafa þeir praktískt notagildi.

Þegar að stjórnmálunum kemur þá gilda þau lögmál að kjósendur geta valið eins og í kjörbúðinni, vörutegund a, b eða c. Í stjórnmálunum velja menn flokka og málefni og eftir að því ferli líkur þá eru engar tryggingar í boði fyrir því að menn hafi valið rétt. Það eru með öðrum orðum engar tryggingar fyrir því að flokkar með ólíkar skoðanir og bakland nái því fram sem að kjósendur ætlast til af þeim.

Nú þegar að stjórnmálin hafa tekið völdin í íslensku samfélagi og bankarnir ríkisvæddir þá er ljóst að menn verða að fara að spyrja grundvallarspurninga, eins og hvert stefnir þjóðin? Hvaða lausnir hafa stjórnmálamenn upp í erminni? Fjölskyldur vilja fá að vita hvort þær haldi fasteignum sínum og hvernig þau geta brúað bilið til þess að mæta skuldbindingum sínum?

Sennilega eru ráð hagfræðinganna, Jóns Daníelssonar og Gylfa Zoega skoðunarverð, þ.e. að ríkið  hlaupi undir bagga með þeim fjölskyldum sem að standa illa en hægt er að bjarga. Slík greiningarvinnu þarf að vinna við snarasta og það þarf að leiðbeina fólki út úr vandanum. Það er líka ljóst að sumum verður ekki bjargað og er það miður en það þarf þá að finna aðrar lausnir til þess að tryggja stöðugleika fjölskyldunnar og hagsmuni hennar til framtíðar.

Fyrirtækin í landinu búa við enga greiðslumiðlun og það er eitt það alversta sem að getur gerst í frjálsum viðskiptum. Tjónið er þegar orðið verulegt og ljóst að menn eru við það að segja bingó og búið. Vinsamlega takið við þrotabúinu. Það er mörg stöndug fyrirtæki sem að eru fórnarlömb sérstakra aðstæðna og það þarf að hjálpa slíkum fyrirtækjum til þess að ná að sigla í örugga  höfn svo að þau geti haldið uppi atvinnu. Það verður með öðrum orðum að dæla fjármagni inn í kerfið svo það sigli ekki allt í strand.

Það er ekki annað en hægt að reiðast þegar maður heyrir þingmenn á hinu háa Alþingi segja að þeir fái ekkert að gert og séu eins og afgreiðslufólk á kassanum í kjörbúðinni. Stjórnmálamenn eiga ekki að vorkenna sér, þeir eiga að blása kjark og þor í alþýðu Íslands, þor og þrek svo fólkið fái skilið að það hefur kosið sanna leiðtoga til þess að stýra málum. Ef menn bera ekki virðingu fyrir sjálfum sér og því hlutverki sem menn hafa valið sér þá eiga þeir hiklaust að stíga til hliðar.

Lýðræðið í kjörbúðinni er gott og virkt þegar að allar breyturnar eru þekktar og ekki kastast í kekki, en þegar neytendur telja að þeir hafi verið hafðir að ginningarfíflum þá sneiða menn framjá viðkomandi kjörbúð þegar að versla á næst. Það er hið virka lýðræði í hnotskurn.

 

 

 


Áhlaupið á Kaupþing í Bretlandi

Eftir að hafa hlustað á viðtalið við Sigurð Einarsson fyrrum stjórnarformann Kaupþings þá er ljóst að áhlaupið á Kaupþing í Bretlandi hefur verið úr takti við aðrar aðgerðir breskra stjórnvalda sem voru í óðaönn að styrkja við bakið á öðrum bönkum. Það er ljóst að orrustan við Bretland mun halda áfram um hríð og það er ljóst að ábyrgð stjórnmálamanna á þessu ástandi, ef rétt er lýst af Sigurði er mikil, t.a.m. tjáði hann að það hefði verið vitað strax í mars að Landsbankinn gat ekki staðið undir Icesave reikingunum þar sem að eignir voru ekki til staðar. Í stað þess að loka á þessi innlánsviðskipti eða koma þeim í viðeigandi farveg þá gerðist ekkert. Til að mynda fór bankamálaráðherrann í fræga heimsókn og ekkert virðist hafa komið út úr þeim ferðum þrátt fyrir að menn hafi vitað að þeir væru með tifandi tímasprengju. Fjármálaeftirlitið virðist einnig hafa staðið stikkfrí og ekki þvingað bankann til tafarlausra aðgerða.

Í stað þess að vera í vinnunni virðist sem að embættismannakerfið hafi verið í góðu vetrar- og sumarfríi og sennilega höfum við flotið sofandi að feigðarósi. Við höfum slátrað mjólkurkúnum vegna þess að lítið samráð og samvinna virðist hafi verið á milli hins opinbera og bankanna. Það má taka undir þau orð Sigurðar að það er sorglegt hvernig er komið fyrir íslenska fjármálakerfinu og öllu því hæfa fólki sem var þar áður. Eftir að hafa fylgst með þessu utan frá í gegnum fjölmiðlana þá var manni ljóst að menn misstu tökin á atburðarrásinni, sérstaklega eftir að menn létu Glitni falla. Flestir sem starfa í fjármálaheiminum og hafa eitthvað vit þekkja þá staðreynd að fall eins banka hefur ruðningsáhrif hjá öðrum bankastofnunum og fyrirtækjum í því ríki.

Ég tek ofan hattinn fyrir Sigurði sem að viðurkennir að hann hafi brugðist. Það er ekkert að því að menn viðurkenni mistök sín og iðrist þess að hafa ekki undirbúið sig betur. Það mættu margir fylgja fordæmi Sigurðar og viðurkenna sín mistök og axla sína ábyrgð eins og hann hefur gert nú.

Það er ljóst að menn í forystusveit íslenskra stjórnmála, hvar á velli sem þeir standa, verða nú að girða í brók og verja íslenska hagsmuni í Bretlandi. Það er krafa að Ísland sæki rétt sinn gagnvart breska ríkinu.

Talaði við Hollending undir lok dagsins í gær og hann fór að spyrja um endinguna Thorsteinsson og ég tjáði honum uppruna minn stoltur en sagði jafnramt í gríni að ég gæti enn tekið við innlánum frá Hollandi...NICESAVE... það varð mikill hlátur og kvöddust við sem vinir eftir þetta samtal. Fólk sem er í samskiptum við erlenda aðila verður að nota tækifærið og koma íslenskum hagsmunum í sviðsljósið á jákvæðan hátt.

 

 

 


Gullkorn af heimasíðu ráðherra sem nú er lokuð og verið er að endurskoða

Björgvin Guðni Sigurðsson(Verið er að endurskoða og breyta vefsvæðinu bjorgvin.is)

Þessi pistill að neðan á svo sannarlega erindi til þeirra sem vilja vera upplýstir. Í þessum pistli er vitnað til erlendra aðila sem sögðu að íslenska bankakerfið yrði ekki til eftir nokkra mánuði. Það er eins og menn hafi vaknað upp við vondan draum og saga H.C. Andersen um ,,Nýju fötin keisarans'' á vel við. Það er eins og allir hafa séð sannleikann en þeir sem stóðu hvað næst sáu ekkert og vildu ekkert af staðreyndunum vita. Hvað veit ég svo sem en pisitillinn er hérna að neðan og veitir góða innsýn inn í það sem menn voru að hugsa í byrjun ágúst mánaðar og er eign ráðherra.

,,5. ágúst 2008 Útrás og árangur bankanna

 

Þegar KB banki opnaði útibú í Lúxemborg fyrir nokkrum árum óraði líklega engan fyrir því hve vel íslensku fjármálafyrirtækjunum ætti eftir að ganga við að hasla sér völl á erlendri grundu. Ævintýralega vel er kannski rétta orðið yfir það. Kjarkur, þor og góð þekking íslensku útrásarmannanna skilaði meiri árangri hraðar við fjárfestingar erlendis en hægt var að sjá fyrir og víkingurinn hefur vakið athygli á alþjóðavísu. Ekki síst þegar lagt er saman við aðra útrás Íslendinga erlendis í verslun, iðnaði og þjónustu ýmiskonar.

Auðvitað skortir ekki úrtölur eða þá sem telja sig knúna til að tala útrás og fjárfestingarævintýri Íslendinga erlendis niður. Þannig eru nú hlutirnir einu sinni og því er það mikilvægt nú þegar hægir tímabundið á útrásinni vegna þrenginga á erlendum mörkuðum að halda frábærum árangri þessara flaggskipa atvinnulífsins okkar ríkulega til haga. Þetta eru okkar voldugustu fyrirtæki og nokkrar af helstu undirstöðum efnahagskerfis okkar til lengri tíma.

Í árslok 2006 má ætla að hlutdeild fjármálafyrirtækja hafi numið um 10% af landsframleiðslu og verðmæti útflutnings þekkingar og þjónustu um 60 milljörðum. Í fyrra komu 52% af tekjum viðskiptabankanna erlendis frá og þótt erlendar tekjur vátryggingafélaga séu enn ekki svipur hjá sjón miðað við viðskiptabankanna stefnir þróunin þar í sömu átt. Þessar staðreyndir sýna svo ekki verður um villst að útrás fjármálageirans hefur orðið afgerandi þýðingu í okkar efnahagslífi.

Íslensku bankarnir hafa sums staðar sætt nokkurri gagnrýni undanfarið erlendis. Sérstaklega fyrir að vera ekki nógu burðugir og um of háðir skammtímafjármögnun. Um forsendur gagnrýninnar sem skapaðist vorið 2006 hefur verið fjallað um rækilega, meðal annars af Fredirik Mishkin og Tryggva Þór Herbertssyni. Niðurstaðan er sú að gagnrýnin var að verulegu leiti tilhæfulaus. Hinsvegar var ljóst að bankarnir þyrftu að fjármagna sig betur og til lengri tíma og að koma þyrfti betur á framfæri upplýsingum um rekstur þeirra

Samskonar gagnrýnir skýtur upp kollinum á nú í kjölfar þeirrar lausafjárkreppu sem kennd er við undirmálslán. Hún er þó ekki einskorðuð við íslenska banka, þar sem vandinn er alþjóðlegur.

Athygli vekur þó að háværasta gagnrýnin kemur frá samkeppnisaðilum bankanna á erlendum vettvangi. Löngum hafa sérfræðingar Danske bank haft horni síðu íslensku bankanna en fyrir skemmstu bættust Finnskir bankamenn í “grátkórinn”.

Aðstoðarmenn Nordea í Finnlandi, Markku Pohojla, gefur til dæmis opinberlega í skyn að íslensku bankarnir munu fljótlega lenda í miklum vandræðum. Hann gengur jafnvel svo langt að gera því skóna að íslensku bankarnir verði ekki til staðar eftir nokkra mánuði. Þessi stóru orð finnska bankamannsins byggja ekki á neinni greiningu á íslensku bönkunum. Nýleg ítarleg úttekt á stöðu þeirra og íslenska fjármálakerfisins alls, eftir þá Friðrik Má Baldursson og Richard Portes, gefur til að mynda ástæðu til að ætla að staðan tiltölulega góð í alþjóðlegu tilliti.

Gagnrýnin hlýtur því að skoðast í því samhengi að a.m.k. tveir íslenskir bankar, Glitnir og Kaupþing, hafa hafi sókn inn á markað fyrir sparifé í Finnlandi, með svipuðum hætti og Landsbankinn hefur áður gert í Bretlandi. Þessi markaðssókn kemur sér vitanlega illa fyrir Nordea sem til þessa hefur ekki treyst sér til að bjóða jafn góð kjör og íslensku bankarnir bjóða.

Ásakanir þessar eru alvarlegar þar sem þær beinast einnig að íslenskum eftirlitsaðilum, sérstaklega Fjármálaeftirlitinu en einnig að hluta Seðlabankanum. Ítarleg greining þessara tveggja lykilstofnanna gefa ekkert annað til kynna en að íslensku bankakerfið sé mjög stöndugt.

Í ofanálag eru innlán Finna í íslenskum bönkum tryggð með innistæðutryggingum. Að því leiti til sem finnskar reglur þar að lútandi veita betri réttindi en íslenkar myndu bankar bæta tjón sparifjáreigenda ef svo ólíklega vildi til að einvherjir bankar kæmust í lausafjárskort. Því er rétt að halda því til haga sem rétt er þegar reynt er að kasta rýrð á fjármálastofnanir okkar þegar kreppir að.

Til að fara yfir stöðuna og til að efla samvinnu stjórnvalda og fjármálafyrirtækja um fjárfestingar erlendis mun Viðskiptaráðuneytið kalla til fundar með Samtökum fjármálafyrirtækja og Viðskiptaráðs í janúar. Ætlunin er að skapa varanlegan vettvang fyrir slíkt samstarf og verður janúarfundurinn fyrsta skrefið í þá átt.

 

,,Hedge Fund Manager: Goodbye and F---- You''

Það eru fleiri og fleiri að koma fram og segja sína skoðun á því fjármálaumhverfi sem að hefur verið við lýði. Andrew Ladhe forstöðumaður vogunarsjóðs í Kaliforníuríki hefur sagt sitt síðasta og sent frá sér kveðjukossinn í eftirminnulegu bréfi. Það er greinilegt að samviskan nagar marga þessi dægrin annars er bréf Andrews hér að neðan og líka hér: http://www.portfolio.com/views/blogs/daily-brief/2008/10/17/hedge-fund-manager-goodbye-and-f-you 

 

Hedge Fund Manager: Goodbye and F---- You


From the Scorched Earth Files:

Andrew Lahde, manager of a small California hedge fund, Lahde Capital, burst into the spotlight last year after his one-year-old fund returned 866 percent betting against the subprime collapse.

Last month, he did the unthinkable -- he shut things down, claiming dealing with his bank counterparties had become too risky. Today, Lahde passed along his "goodbye" letter, a rollicking missive on everything from greed to economic philosophy. Enjoy.

Today I write not to gloat. Given the pain that nearly everyone is experiencing, that would be entirely inappropriate. Nor am I writing to make further predictions, as most of my forecasts in previous letters have unfolded or are in the process of unfolding. Instead, I am writing to say goodbye.
Recently, on the front page of Section C of the Wall Street Journal, a hedge fund manager who was also closing up shop (a $300 million fund), was quoted as saying, "What I have learned about the hedge fund business is that I hate it." I could not agree more with that statement. I was in this game for the money. The low hanging fruit, i.e. idiots whose parents paid for prep school, Yale, and then the Harvard MBA, was there for the taking. These people who were (often) truly not worthy of the education they received (or supposedly received) rose to the top of companies such as AIG, Bear Stearns and Lehman Brothers and all levels of our government. All of this behavior supporting the Aristocracy, only ended up making it easier for me to find people stupid enough to take the other side of my trades. God bless America.
There are far too many people for me to sincerely thank for my success. However, I do not want to sound like a Hollywood actor accepting an award. The money was reward enough. Furthermore, the endless list those deserving thanks know who they are.
I will no longer manage money for other people or institutions. I have enough of my own wealth to manage. Some people, who think they have arrived at a reasonable estimate of my net worth, might be surprised that I would call it quits with such a small war chest. That is fine; I am content with my rewards. Moreover, I will let others try to amass nine, ten or eleven figure net worths. Meanwhile, their lives suck. Appointments back to back, booked solid for the next three months, they look forward to their two week vacation in January during which they will likely be glued to their Blackberries or other such devices. What is the point? They will all be forgotten in fifty years anyway. Steve Balmer, Steven Cohen, and Larry Ellison will all be forgotten. I do not understand the legacy thing. Nearly everyone will be forgotten. Give up on leaving your mark. Throw the Blackberry away and enjoy life.
So this is it. With all due respect, I am dropping out. Please do not expect any type of reply to emails or voicemails within normal time frames or at all. Andy Springer and his company will be handling the dissolution of the fund. And don't worry about my employees, they were always employed by Mr. Springer's company and only one (who has been well-rewarded) will lose his job.
I have no interest in any deals in which anyone would like me to participate. I truly do not have a strong opinion about any market right now, other than to say that things will continue to get worse for some time, probably years. I am content sitting on the sidelines and waiting. After all, sitting and waiting is how we made money from the subprime debacle. I now have time to repair my health, which was destroyed by the stress I layered onto myself over the past two years, as well as my entire life -- where I had to compete for spaces in universities and graduate schools, jobs and assets under management -- with those who had all the advantages (rich parents) that I did not. May meritocracy be part of a new form of government, which needs to be established.
On the issue of the U.S. Government, I would like to make a modest proposal. First, I point out the obvious flaws, whereby legislation was repeatedly brought forth to Congress over the past eight years, which would have reigned in the predatory lending practices of now mostly defunct institutions. These institutions regularly filled the coffers of both parties in return for voting down all of this legislation designed to protect the common citizen. This is an outrage, yet no one seems to know or care about it. Since Thomas Jefferson and Adam Smith passed, I would argue that there has been a dearth of worthy philosophers in this country, at least ones focused on improving government. Capitalism worked for two hundred years, but times change, and systems become corrupt. George Soros, a man of staggering wealth, has stated that he would like to be remembered as a philosopher. My suggestion is that this great man start and sponsor a forum for great minds to come together to create a new system of government that truly represents the common man's interest, while at the same time creating rewards great enough to attract the best and brightest minds to serve in government roles without having to rely on corruption to further their interests or lifestyles. This forum could be similar to the one used to create the operating system, Linux, which competes with Microsoft's near monopoly. I believe there is an answer, but for now the system is clearly broken.
Lastly, while I still have an audience, I would like to bring attention to an alternative food and energy source. You won't see it included in BP's, "Feel good. We are working on sustainable solutions," television commercials, nor is it mentioned in ADM's similar commercials. But hemp has been used for at least 5,000 years for cloth and food, as well as just about everything that is produced from petroleum products. Hemp is not marijuana and vice versa. Hemp is the male plant and it grows like a weed, hence the slang term. The original American flag was made of hemp fiber and our Constitution was printed on paper made of hemp. It was used as recently as World War II by the U.S. Government, and then promptly made illegal after the war was won. At a time when rhetoric is flying about becoming more self-sufficient in terms of energy, why is it illegal to grow this plant in this country? Ah, the female. The evil female plant -- marijuana. It gets you high, it makes you laugh, it does not produce a hangover. Unlike alcohol, it does not result in bar fights or wife beating. So, why is this innocuous plant illegal? Is it a gateway drug? No, that would be alcohol, which is so heavily advertised in this country. My only conclusion as to why it is illegal, is that Corporate America, which owns Congress, would rather sell you Paxil, Zoloft, Xanax and other additive drugs, than allow you to grow a plant in your home without some of the profits going into their coffers. This policy is ludicrous. It has surely contributed to our dependency on foreign energy sources. Our policies have other countries literally laughing at our stupidity, most notably Canada, as well as several European nations (both Eastern and Western). You would not know this by paying attention to U.S. media sources though, as they tend not to elaborate on who is laughing at the United States this week. Please people, let's stop the rhetoric and start thinking about how we can truly become self-sufficient.
With that I say good-bye and good luck.
All the best,
Andrew Lahde

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband