Bera Flosi og Ómar ábyrgð?

Það er ótrúlegt að fylgjast með stjórnmálaforingjunum í Kópavogi þessa dagana og það virðist sem að þeir hafi misst sjónar á grundvallargildunum, þ.e. að starfa með hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi. Það stendur enn óhaggað að bæjarfulltrúarnir Flosi og Ómar bera pólitíska ábyrgð á ákvörðunum Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar og það er kjarni málsins. Hvernig geta pólitískt kjörnir fulltrúar sem að fá greitt fyrir stjórnarsetu sína í sjóðnum og bera ábyrgð á athöfnum og gerðum hans reynt að segja sig frá ákvörðunum sjóðsins. Það er með ólíkindum hvernig fjölmiðlar þessa lands láta þessa menn komast upp með slíkan málflutning. Eitt grundvallaratriðið í stjórnun hagsmunasamtaka eins og LSK er einimitt fólgin í því að skipa stjórn sem fer með boðvald og ákvarðanir í þágu félagsmanna og þar af leiðandi bera menn ábyrgðir á gerðum stjórnar, enda hafa umræddir stjórnarmenn allar forsendur og upplýsingar til þess að fylgja störfum sínum eftir á ábyrgan hátt. Ef menn eru ekki vissir þá eiga menn að gera við það athugasemdir á fundum og kalla eftir frekari upplýsingum. Það er ekki trúverðugt núna að menn stígi á stokk og sverji af sér ákvarðanir, slíkt ber vitni um að menn hafi ekki verið að sinna sínum störfum. Ábyrgðin hlýtur að liggja hjá öllum stjórnarmönnum nema ef kynni að vera um saknæmar blekkingar að ræða. Áleitin spurning er samt þessi: Voru menn að sinna stjórnarstörfum sínum nægjanlega vel? Gátu Flosi og Ómar ekki haft samband við Fjármálaeftirlitið beint en þeir voru í vafa? Gátu þeir ekki gert fyrirvara við ákvarðanir sínar með bókunum á fundum? Önnur spurning kemur líka upp: Af hverju gengur Fjármálaeftirlitið ekki fram með fullri hörku sérstaklega eftir alla gagnrýnina sem að sett hefur verið fram í fjölmiðlunum? Ber ekki viðskiptaráðherra ábyrgð á því að regluverkið virki?


mbl.is Stendur við fyrri orð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband