Það ku vera gott að búa í Kópavogi þótt það kraumi undir!

Það kraumar undir í Kópavoginum og ljóst að það verða samstarfsslit ef fram fer sem horfir. Menn eru hættir að tala saman og fyrir það líða íbúar í Kópavogi. Pólitíkin er óvægin húsbóndi og hollusta er oft minni en menn gera ráð fyrir á ögurstund. Það ótrúlegt að fylgjast með misvísandi ummælum og yfirlýsingum og þeir sem að flytja sannleikstíðindi og hafa allt á hreinu eiga að leggja fram sín gögn svo að fólk sé upplýst en þurfi ekki að geta í eyðurnar í þeim sandkassaleik sem að nú fer fram. Menn gerast sjálfskipaðir réttargæslumenn í eigin sök og reyna að beina kastljósinu að veikasta hlekknum, þannig er pólitíkin í sinni hörðustu mynd. Yfirleitt þarf einhver að taka skellinn í pólitíkinni og það virðist sem að Gunnar hafi strandað á skeri og nú er háflóð, en hver er pólitísk ábyrgð Ómars og Flosa?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ljúfi Guðmundur !

 Ólíkt hafast menn að - í Sviss eða Súdan - í Kópavogi eða Seltjarnarnesi !

 Nær borgarastyrjöld í Kópavogi - nær himnaríkisfriður á Seltjarnarnesi !!!

 Þeir eru lánsamir sem búa ( eða eiga lögheimili) á Nesinu !

 Meðan Gunnar Birgis., hrekst úr starfi, gerist Jónmundur Guðmarss., framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins !

 Seltjarnarnesbær ( eitt bæjarfélaga landsins) SKULDLAUST - Kópavogur skuldar MILLJARÐA !

 Öll opinber gjöld ( útsvör, fasteignagjöld, hitaveitugjöld o.s.frv.) langlægst allra gjalda á Seltjarnarnesi !

 Hverjir skyldu hafa byggt frá grunni þetta frábæra bæjarfélag ?? !!

 Það VAR gott að búa í Kópavogi - það ER himneskt að búa á Seltjarnarnesi !!

 Enda fékk " íhaldið" hvorki meira né minna en 67% atkvæða við síðustu bæjarstjórnarkosningar - eftir meira en fjörutíu ára stöðugan meirihluta !

 Heiðskýrt, að á Nesinu slá hjörtun í takt, - eða sem Rómverjar sögðu.: " Cor ad cor loquitur" , þ.e. " Hjörtu sem slá í takt" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 20:45

2 Smámynd: Guðmundur Helgi Þorsteinsson

Heill og sæll Kalli,

Það er rétt að það er himneskt að búa á Seltjarnarnesi enda mannlífið gott í þessu litla en skynsama bæjarfélagi, kannski að það hafi verið kostur að það hafa ekki of margir fengið að ráða og ráðskast með bæjarhag. Var það ekki Churchill sem að sagði að helstu vandkvæðin með lýðræðið skýrðu sig sjálf eftir fimm mínútna samtal við hinn venjulega kjósanda. Eftir alla útiveruna hef ég lært að velgengni hefur enga merkingu ef menn vinna ekki vel í málum, kannski að það skýri 67%.

Lifðu heill Kalli

Guðmundur

Guðmundur Helgi Þorsteinsson, 21.6.2009 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband