Útsýnið yfir Tokyo flóa

Það hefur verið mikið um að vera síðustu vikurnar og lífið hefur snúist um ferðalög heimsálfa á milli, fundarhöld og flug. Læt hérna eina mynd fylgja en hún er tekin af 28. hæð þar sem að útsýnið var stórkostlegt yfir Tokyo borg. Eins og alkunna er, þá er heimurinn hættulegur staður, sérstaklega séð frá skrifborðinu og þaðan er ekki hollt að stjórna eingöngu frá. Það eru því mikil forréttindi að geta ferðast og séð hlutina með eigin augum, tekið púlsinn þegar það á við og kynnast annarri menningu og siðum. Það er alltaf gaman að koma til Japans og sjá hversu agað samfélagið er og hversu vestrænir menn eru í hugsun og gerðum.

Tokyo Bay

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna

Heilmikil forréttindi og líklega krefjandi og skemmtilegt - falleg þessi mynd.  Gaman að kíkja af og til á bloggið hjá þér. Kveðja Anna

Anna, 22.6.2009 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband