Með Obama á hælunum

Þessi vika hefur verið þrungin spennu hér í Kairó enda Obama sjálfur á ferðinni með fríðu föruneyti. Ég átti nú ekki von á því að sjálfur Obama yrði samferða maður minn þessa vikuna í Egyptalandi, en mér virðist sem að við höfum gert margt það sama, heimsótt eitt af sjö undrum veraldar og skoðuðum helstu þjóðargersemar Egyptalands.  Almennt virðast Egyptar hafa tekið vel í komu Obama en með honum fylgja nýir straumar í samskiptum austurs og vesturs. Umferðaröngþveitið var mikið síðustu dagana fyrir heimsóknina og það var ekki til að bæta á ástandið að fá Obama sjálfan enda skapaðist skipulagt kaos með komu hans og nógu er umferðin erfið í Kairó eins og maður hefur reynt. Af mér sjálfum er það að frétta að ég átti fundi með fulltrúum 40 Afríkuríkja um þróunarstarf alþjóðasambandsins og þar bar hæst að menn ætla að auka beina aðstoð til þeirra meðlima sem að starfa með okkur af fullum þunga. Það er skammt stórra högga á milli enda legg ég af stað til Japans á morgun þar sem nýtt þróunarsetur verður opnað. Myndin að neðan er tekin þegar ég sótti Giza svæðið heim og fór með annars alla leið inn í Pýramída það var svo sannarlega ótrúleg upplifun.

 

Pyramidar

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf er hann stóri bróðir minn flottur kær kveðja Sigrún

Sigrún Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband