Margir tapa miklu þessa dagana
18.5.2009 | 22:10
Það er ljóst að ríkisbankarnir hafa gengið hart fram í því að keyra niður innlánsvexti og það langt umfram lækkun stýrivaxta. Ef markaðurinn virkar þá ættu sparifjáreigendur að flytja sitt fjármagn yfir til Sparisjóðakerfisins og MP banka sem núna standa fyrir utan ríkisbankakerfið sem er með mun lakari innlánakjör. Margur er því að tapa verulegum fjárhæðum þessa dagana, þ.e. ef þeir eiga fjármagn í ávöxtun hjá ríkisbönkunum, enda munar allt að 4% á innlánsvöxtunum, nokkuð sem fáir hafa efni á að láta framhjá sér fara. Ef hagfræðin um hinn hagsýna neytanda virkar þá ættu menn að flykkjast yfir til bankanna sem að bjóða betri kjör, fáir hafa efni á því að vera fórnarlömb og styrktaraðilar umfram það sem eðlilegt getur talist.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.