Gæði og fagmennska í fjölmiðlun

Það er ekki í fyrsta skipti sem að 365 miðlar og það sem því tengist fara með fleipur og það hlýtur að vera erfitt fyrir fjölmiðlamenn að starfa í slíku umhverfi, nema þá að þeim sé alveg sama. Raunar finnst mér það merkilegt að menn komast of oft upp með að skrifa og láta fara frá sér fréttir án þess að athuga staðreyndir. Slíkt skaðar ekki bara fjölmiðilinn sjálfan heldur oft á tíðum saklaust fólk sem má ekki vamm sitt vita og þá er ég ekki sérstaklega að vísa til fréttarinnar sem um er rætt heldur margar aðrar sem hafa fengið að fljóta á vissum miðlum. Gæði fjölmiðla birtast hvað fyrst og fremst í því fólki sem þar starfar og það er orðið of mikið um rangfærslur og skorti á fagmennsku í fjölmiðlum þessa dagana. Góð fjölmiðlmun birtist hvað fyrst og síðast í hlutlægni og því að skilja kjarnann frá hisminu, það er oft erfiðleikum bundið eins og staðreyndir sýna. Það væri gaman að siðanefnd Blaðamannafélagsins tæki saman tölfræði um rangfærslur fréttum og birti í lok árs ég er klár að það væri áhugaverð lesning.


mbl.is Athugasemdir við fréttaflutning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ágúst talar um að fjölmiðlar birti rakalausar aðdróttanir.  Ég veit ekki betur en að fjölmiðlar hafi einmitt reynt að fá einhver svör fá þessu liði en verið neitað.

Einar (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 16:51

2 Smámynd: Guðmundur Helgi Þorsteinsson

Einar,

Ég er ekkert sérstaklega að ræða þetta Byr atvik en það er samt hálf skondið að lesa eftir á að menn hafi farið fram úr sér í fréttaflutningi. Ég er ekkert að bera blak af þeim sem að fréttin greinir frá heldur þeirri staðreynd að vissir fjölmiðlar lenda æði oft í því að leiðrétta sig. Ég er þér sammála að það hefur oft verið erfitt að fá svör, sérstaklega frá þeim sem eru í eldlínunni þessa dagana. Ég er hinsvegar á því að það þurfi meiri gæði og fagmennsku, það er mörg dæmi um að venjulegt fólk hafi farið illa út úr ónákvæmum fréttaflutningi. Kannski er um að kenna að hraðinn er mikill og samkeppnin um að vera fyrstur að greina frá. Það þarf að fara fram með vissu og fagmennsku en ekki hálfkláruðum vísum.

Lifðu heill,

Guðmundur

Guðmundur Helgi Þorsteinsson, 16.5.2009 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband