Hefur legið ljóst fyrir

Jæja það er merkilegt að þetta rati í fréttir að innistæður séu fyrir hendi að stórum hluta. Auðvitað hefur það legið fyrir að innistæður í íslenskum bönkum séu til staðar, en málið er hins vegar hversu mikið fæst þegar búið er að gera upp og selja eignir. Það er eins og fréttamenn gleymi því að fall íslensku bankanna snérist um lausafjárþurrð og þá staðreynd að verðmat eigna ásamt vanskilum og pólitískri íhlutun áttu þátt sinn í því að fella íslensku bankana en ekki eins og með marga aðra erlenda banka sem að fóru fram úr sér og fjárfestu og seldu verðlausa skuldabréfavafninga til fjárfesta víða um  heim. Afleiðingarnar þekkja flestir í dag og það þarf ekki að koma á óvart að stór hluti innlána séu enn til staðar í íslensku bönkunum og það er ekki einstök uppfinning forsætisráðherra og Seðlabankans eins og mætti ætla af fréttaflutningi.


mbl.is Óvænt fé í íslenskum banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband