Til hvers er utanríkisþjónustan?

Sótti landið góða heim um páskana og náði að kjósa utan kjörfundar í Laugardalnum. Fyrir síðustu alþingiskosningar þá þurfti ég að  heimsækja ræðismann Íslands í Genf og fá hann til þess að stimpla atkvæðaseðilinn og síðan þurfti ég að gjöra svo vel að senda atkvæðið til Íslands. Þessi athöfn var ekki í takt við breytta tíma og kostaði mig heilan dag frá vinnu og mikil fjárútlát. Ég velti því fyrir mér í aðdraganda kosninga að þúsundir Íslendinga eru núna erlendis og þurfa að kjósa, kostnaðurinn er mikill þar sem að koma þarf atkvæðinu til skila. Það er hreint með ólíkindum að ekki sé hægt að nota utanríkisþjónustuna til þess arna. Það er kominn tími til þess að hægt sé að bjóða fólki að kjósa yfir netið ef það uppfyllir ákveðin skilyrði til þess, t.d. býr erlendis o.fl. Ég ræddi þetta á sínum tíma við samgönguráðherra Kristján Möller, kannski meira í gríni en alvöru og sagði að stærsta samgöngubótin væri fólgin í því að hjálpa íslenskum þegnum að kjósa erlendis frá. Ekki verður greint frá samtali okkar hér enda aukaatriði í málinu. Eftir að hafa fengið kjörseðilinn í hendur í Genf og atkvæði mitt innsiglað og mér fengið aftur þá hafði ég samband við DHL sem að tók við atkvæðinu og sendi það áfram heim til Íslands, því miður háttaði málum svo að það endaði í Frakklandi og náði ekki til Íslands í tæka tíð. Ég get því með nokkru sagt að ég beri ekki ábyrgð á því stjórnarfari sem verið hefur við lýði, en fyrir þessa kosningar bætti ég um betur og kaus í eigin persónu á Íslandi. Utanríkisþjónustan er mikilvæg fyrir Íslendinga erlendis og það þarf að virkja hana með breyttum og betri hætti en verið hefur, sérstaklega eftir að framboð og verð á flugi hefur hækkað svo um munar og það verður að gera íslenskum þegnum kleyft að kjósa án þessa að þurfa blæða fyrir það!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband