Rétt stöðumat Gylfa

Það er sennilega mjög raunhæft stöðumatið hjá Gylfa. Alveg frá fyrsta degi hefur það sem kallað er samskipti og PR mennska verið á lágu plani og það hefur ekki bætt úr skák öll hin misvísandi ummæli höfð eftir helstu forystumönnum þjóðarinnar og nægir þar að vísa í mörg ummæli forseta Íslands undanfarið. Utanríkisráðuneytið hefur einnig staðið sig illa í því að koma málefnum Íslands á framfæri erlendis. Það virðist sem að helstu fréttir frá Íslandi séu tengdar óvissu og óreiðu og eins og Gylfi segir óbilgirni gagnvart lánadrottnum. Lykilatriðið núna er að koma bönknum í eigu einkaaðila og fagaðila sem eru líklegir til þess að bæta úr því ástandi sem við búum við núna en það er erfitt í núverandi árferði.

Lykilatriðið núna er samvinna og fagleg samskipti en það hefur farið lítið fyrir því þar sem að stjórnmál líðandi stundar hafa miðast við það að undirbúa kosningar og koma nýrri ríkisstjórn á koppin. Ástandið á Íslandi hefur ekki breyst mikið frá því Ingólfur nam land, við þurfum að eiga í samskiptum við umheiminn og án viðskipta og verslunar þá verður ekki skapaður sá hvati sem þarf til þess að knýja hjól atvinnulífsins áfram af ábyrgð og festu. Það er skortur á alþjóðlegu trausti þegar að kemur að vörumerkinu Ísland og það traust er ekki sjálfgefið það þarf að vinna fyrir því.


mbl.is Gylfi Zoëga: Svartar horfur á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband