Erlendar umsagnir og meðvirkni

Það er orðið hálf hjákátlegt að fylgjast með gengisskráningu okkar ágæta gjaldmiðils og ég held að best væri að birta upplýsingar frá Glitni og athuga síðan í leiðinni hvaða gengi erlendir miðlarar gefa upp. Það er ljóst að það yrðu tvær niðurstöður þar. Það eru jafnvel erlendis miðlarar sem að segja "almost impossible to value" það nánast ómögulegt að verðmeta íslensku krónuna. Íslendingar sem að búa erlendis og leggja inn erlendan gjaldmiðill inn í viðskiptabanka sinn á Íslandi geta ekki millifært þann gjaldeyri út aftur nema þá að þeir framvísuðu farseðli sem að sýndi að viðkomandi væri að fara erlendis, og þá fengist einungis ákveðin upphæð til ráðstöfunar. Það er ljóst að neyðarlögin hafa sett alla fjármagnsflutninga úr skorðum og gengisskráningin eða svokölluð uppboðsskráning gefur ekki rétta mynd af stöðunni.

Í grein vefsíðunnar This is money frá því í mars 2008 segir hreinlega að íslenskir bankar hafi tapað miklu og það er hreinlega sagt menn telji líkur á því að Kaupþing banki verði þjóðnýttur. Greinin er hérna:

http://www.thisismoney.co.uk/news/article.html?in_article_id=434432&in_page_id=2&in_page_id=2#StartComments

Tilvitnunin er skýr en þar segir að orðrómur um að Kaupþing banki verði þjóðnýttur ..Icelandic banks have had millions of dollars wiped off their share prices recently and Kaupthing, the biggest lender there, has been the subject of nationalisation rumours. ´´

Það er eins og margir í okkar ágæta þjóðfélagi hafi ekki viljað hlusta á erlendu aðilana sem að sendur sterk viðvörunarskeyti, á þetta við um þá sem stýrðu bönkunum, opinberar eftirlitsstofnanir sem og almenning.

Þann 16. mars segir á sama vef að íslenskir bankar séu á toppi listans yfir þau fjármálafyrirtæki sem að séu í mikilli hættu á að falla. Því miður voru við of meðvirk og trúðum ekki því sem að erlendir aðilar sögðu okkur. Það voru fáar forsendur fyrir því að íslenskir bankar myndu komast óáreittir í gegnum þá kreppu og vantraust sem að ríkti á markaðnum og felldi m.a. Bear Stearns, Nothern Rock og fleiri. Hér má sjá pistil um málið:

http://www.thisismoney.co.uk/investing-and-markets/article.html?in_article_id=433257&in_page_id=3

Það er ljóst að áhættuálagið á íslensku bankana var ekki tilviljun ein eins og menn héldu fram en menn sögðu hvað eftir annað að hátt áhættuálag endurspeglaði ekki þann veruleika og stöðugleika sem að íslenskir bankar byggju við.

Meðvirkni var eitthvað sem að gerði ástandið enn verra og það vitum við fyrir víst núna.


mbl.is Óbreytt gengi krónunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband