Lífið á Kalkofnsvegi

Það er greinilegt að stjórnunarleg kreppa ríkir nú í Seðlabankanum, og án efa eru margir starfsmenn bankans í lausu lofti þessa stundina þar sem að það virðist ekki vera á hreinu hvernig áhrif nýrrar lagasetningar mun gæta á starfssemi bankans. Bankaráð og bankastjórnin eru undir miklum þrýstingi og það sendir ekki út góð skilaboð þegar að forsætisráðherra landsins talar við helstu stjórnendur bankans í gegnum fjölmiðla. Það flokkast ekki undir stjórnvisku hjá stjórnmálamanni sem að hefur setið hvað lengst á þingi. Hvernig sem þessi slagur fer um völdin í Seðlabankanum þá er ljóst að það er búið að skaða orðspor bankans enn frekar og hreint með ólíkindum hvernig stjórnviskan birtist hjá svo reyndum þingmönnum eins og forsætis- og fjármálaráðherra. Í lögum nr. 36 frá 22. maí 2001 segir að bankastjórar Seðlabanka Íslands við gildistöku laga halda störfum sínum til loka skipunartíma síns. Ákvæði 2. mgr. 23. gr. um skipun bankastjóra gildir frá og með fyrstu skipun í embætti bankastjóra eftir gildistöku laganna.

Auðvitað eiga stjórnmálamenn sem að mynduðu fyrri ríkisstjórn sem á stóran þátt í núverandi ástandi eftir að hafa haft forystu í bankamálum þjóðarinnar í gegnum embætti Viðskiptaráðherra ekki að setja öðrum afarkosti, sérstaklega þegar umboðið er takmarkað og varla starfhæfur meirihluti til staðar.

Það er ekkert óeðlilegt við það að starfssemi Seðlabankans sé skoðuð eins hjá öðrum ríkisstofnunum en lykilatriðið er að skapa starfsfrið á meðan unnið er að endurskipulagningu og úrbótum. Mér er til efs að bréfaskipti á milli bankastjóra og forsætisráðherra hafi stuðlað að betri sátt í þjóðfélaginu heldur þvert á móti opnað augu alheimsins fyrir því hversu veikt stjórnarfarið er nú um stundir á Íslandi og það sendir ekki traustleikamerki út á fjármálamarkaðina né til fyrirtækja sem að hafa áhuga á að eiga í viðskiptum við íslenska aðila.

 


mbl.is Vill að Eiríkur hætti strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband