Meðan ég man!

Eftir að hafa lesið í íslensku fréttamiðlunum að íslenskir knattspyrnumenn séu að ganga til liðs við Vaduz liðið í Liecthenstein þá rifjast upp fyrir mér að sumir miðlar töluðu niður til Liechtenstein og íbúa landsins eftir að íslenska knattspyrnulandsliðið beið þar lægri hlut um árið. Það rifjast einnig upp fyrir mér að menn voru að tala um að stærð landsins og að það væri eins og eitt úthverfi á Íslandi. Þessir sömu fréttamiðlar minnast ekki einu orði á þetta núna og telja vistaskipti knattspyrnumannanna hið besta mál og það geri ég líka enda gott að sækja Liechtenstein heim. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Vel tekið eftir Guðmundur

Takk fyrir kaffið

Bestu kveðjur til þín

Gunnar Rögnvaldsson, 5.2.2009 kl. 14:57

2 Smámynd: Guðmundur Helgi Þorsteinsson

Gunnar,

Liechtenstein á sína sögu eins og við Íslendingar og við höfum síst efni á því að gagnrýna aðrar smáþjóðir. Þeir eru allt góðir heim að sækja í Vaduz og bjóða alltaf upp á gott kaffi og eru viðræðugóðir. Það spillir ekki fyrir að einn íslenskur kóngur býr hátt upp í fjöllunum og gnæfir yfir borginni.

Lifðu heill,

Guðmundur

Guðmundur Helgi Þorsteinsson, 5.2.2009 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband