Ísland í kastljósi fjölmiðla víðsvegar um heiminn
4.2.2009 | 21:21
Það var ítarleg umfjöllum um Ísland of íslensk málefni í La Republica í gær sem er áreiðanlegasta dagblað Ítalíu. Ítalskur félagi minn ýtti blaðinu hreinlega í andlitið á mér og tjáði mér að það væri varla hægt að opna fyrir sjónvarp eða blöð svo að það væri ekki minnst á Ísland. Ég verð áþreifanlega var við þetta þar sem að ég hitti fyrir fólk sem kemur víða að. Kynhneigð forsætisráðherra hefur líka vakið almenna athygli í fjölmiðlum og sumir miðlar hafa einnig rætt um langa stjórnmálareynslu forsætisráðherra. Vonandi fara að koma jákvæðari fréttir frá Íslandi og það er greinilegt að ímynd okkar hefur beðið hnekki og landið orðið einhverskonar tákn fyrir þá kreppu sem nú gengur yfir. Það er lykilatriði að menn sinni ímyndarvinnunni betur og það er atriði sem að má ekki gleymast.
Gerir óspart grín að Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.