Á 80 dögum

Efnahagslegur veruleiki Íslands er nú annar en verið hefur. Með þeim skelli sem að hin alþjóðlega lánsfjárkreppa hefur kallað fram, hrun á hlutabréfmörkuðum, samdrátt í neyslu og fjárfestingum auk ríkisvæðingar bankanna þá er ljóst að hið opinbera þarf að aðlaga útgjöldin að nýjum veruleika. Fjárhagur margra fyrirtækja og heimila er ekki beysin nú um stundir og að sama skapi er ljóst að það verður ekki sótt aukið fé í sjóði heimilana í landinu. Við núverandi aðstæður þá þarf hið opinbera að ganga fram fyrir skjöldu og hagræði í sínum rekstri þar sem hægt er enda sendir það út skilaboð um að það sé farið á undan með góðu fordæmi og t.d. er hægt að leggja af aðstoðarmannastöður þingmanna.

Kaupmáttarþróunin hefur ekki verið hagstæð undir það síðasta og það er rétt að geta þess að kaupmáttur hefur dregist saman um 8,4% sem er mesti mælanlegi samdráttur síðan 1990, eins og efnahagsvísar Seðlabanka Íslands skýra frá. Koma þarf bönkunum í hendur aðila sem að kunna með þá að fara. Slíkt mun senda út jákvæð skilaboð til aðila á fjármálamarkaði enda ekki vanþörf á nú um stundir. Flot krónunnar hlýtur líka að vera mál sem þarf að komast á dagskrá enda ríkir mikil óvissa um raunverulega gengisskráningu og slíkt ástand er óþolandi fyrir fyrirtækin í landinu sem að starfa undir innbyggðri spennu í fjármálakerfinu. Þann tappa þarf að losa svo erlendir aðilar fái aftur trú á því að hægt sé að stunda viðskipti og fjárfesta á Íslandi.

Opinberar framkvæmdir þarf að skoða í efnahagslegu samhengi, þ.e. að skapa atvinnu við skilyrði þar sem þúsundir vinnufærra manna er án atvinnu. Ef það á ekki að ráðast í mannfrekar framkvæmdir núna, hvenær þá? Það hlýtur að vera lykilkrafa að ríkið flýti framkvæmdum enda mun það hafa jákvæð áhrif á atvinnustig í landinu. Ef atvinnuleysi verður lengi viðvarandi þá munu fylgja því alvarleg samfélagsleg vandamál, vandamál sem að erfitt verður erfitt að takast á við og alsendist óvíst að úrræði séu til staðar. Ríkið verður að taka á núverandi hagsveifluatvinnuleysi af trúverðugleika og semja t.a.m. við bæjar- og sveitarfélög um möguleg verkefni.

Það verður fróðlegt að sjá hversu mörg störf skapast á næstu mánuðum og hvort að hugtakið um að slá skjaldborg um hagsmuni heimilana fáist staðist.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband