Krónan kemur alltaf til baka
29.1.2009 | 10:45
Seðlabanki Evrópu hefur ekki skráð gengið á íslensku krónunni síðan 3. desember en þá var 1 evra jafngildi 290 íslenskra króna, sjá hér:
http://www.ecb.int/stats/exchange/eurofxref/html/index.en.html
Auðvitað er núverandi gengisskráning háð miklum takmörkunum ennþá þar sem að fyrirtæki og almenningur hafa ekki greiðan aðgang að gjaldeyri. Það er mikilvægt að hægt sé að fylgjast með verðmyndun á helstu nauðsynjavörum, olíu, bensíni og matvöru á gagnsæjan hátt. Það þurfa allir aðhald og það er lífsnauðsynlegt að fjölmiðlar fylgi á eftir með verðkönnunum hjá helstu birgjum.
Það er líka ljóst að núverandi styrking er mjög jákvæð fyrir sálarlífið hjá þeim eru með erlend myntkörfulán, þeirra staða lagast núna en bölvuð verðtryggingin heldur hinum föstum í fátæktargildrunni.
Evran nálgast 150 króna múrinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér finnst nú ekki miklar hömlur á gjaldeyrir a.m.k.ekki,í til ferðamanna. Ég er að fara utan í næsta mánuði í ferð sem ég var búinn að greiða inn á áður en ósköpin dundu yfir,ég get farið út í banka og keypt gjaldeyrir fyrir 500.þús.kr.mér finnst það bara vel í lagt. Ætla ekki að taka það allt,enda skammast ég mín fyrir að vera eyða gjaldeyrir á þessum tímum
Ragnar Gunnlaugsson, 29.1.2009 kl. 11:23
Núverandi styrking á krónunni er mjög jákvætt skref en við eigum langt í land með að ná jafnvægi.
Styrking krónu er grundvallaratriði í því að draga úr verðbólgu og þ.a.l. draga úr verðtryggingaráhrifum lána.
Þeir (við) sem eru með erlend lán sjá smá ljóstýru en þeir eru enn langtum verr settir en aðrir með´verðtryggð lán. Þannig að ég held að menn séu ekki orðnir neitt kátir. Staðan í dag er enn sú að lán sem voru tekin 2007 eru með hækkun á höfuðstól lána um 70 - 80% !
Neytandi (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 11:43
Það er náttúrulega hömlur á gjaldeyri þegar að þeir sem eiga t.d. gjaldeyri á gjaldeyrisreikningum og geta einungis umbreytt sínum gjaldeyri í krónur. Það sem ég átti við er að markaðurinn er stýrður t.d. þú þarft að hafa farmiða o.s.frv. Fólk á eingir erlendis og þarf jafnvel að hjálpa til við menntun barna, sækja læknisþjónustu o.s.frv.
Við sjáum hvað setur í framhaldinu.
Guðmundur
Guðmundur Helgi Þorsteinsson, 29.1.2009 kl. 11:56
Já það getur vel verið að þetta komi sér illa fyrir suma,enn fyrir venjulegan ferðamann er þetta mjög rúmt. Það er ekki langt síðan að ferðamenn fengu mjög takmarkaðan gjaldeyrir.
Ragnar Gunnlaugsson, 29.1.2009 kl. 18:20
Ég tekið undir með þér Ragnar að það er vel í lagt að geta tekð með sér hálfa millu...hlátur. Það er nú ekki svo langt síðan að menn þurftu að kaupa gjaldeyri eftir krókaleiðum. Ég hef reyndar aldrei náð sjálfur að eyða svona miklu á ferðalagi. Það ætti nú að lagast gjaldeyrisforði landsmanna núna enda lítill innflutningur miðað við síðustu ár og viðskiptajöfnuður við útlönd því mjög jákvæður nú um stundir.
Ég vona að ferðin verði ánægjuleg enda gott að geta breytt um umhverfi sérstaklega núna.
Kveðjur
Guðmundur
Guðmundur Helgi Þorsteinsson, 29.1.2009 kl. 19:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.