Ballið er búið
26.1.2009 | 20:54
Jæja þá er ballið búið og sætasta stelpan á dansleiknum farin til síns heima en eftir standa vonbiðlarnir og ráða sínum ráðum. Kossinn sem kveikti neistann forðum er grafinn og gleymdur, en það gerir ekkert til því það er alltaf hægt að koma nýjum dansherrum út á gólfið. Þeir sem hafa staðið utan sviðsljóssins hafa nú tækifæra á að stíga inn á sviðið. Þjóðin hefur því miður engan áhuga á dansleikjum núna heldur snúast hlutirnir um að hafa starfhæfa ríkisstjórn næstu mánuðina enda bíða brýn úrslausnarefni, sértækar aðgerðir í atvinnumálum, aðgerðir til handa fjölskyldum í landinu og síðst en ekki síst að fyrirtækin í landinu geta starfað óhindrað. Öll óvissa um stjórnarfarið mun ekki bæta núverandi ástand heldur er líklegra að biðstaða skapist í þjóðfélaginu á meðan beðið er. Fyrst að núverandi ríkisstjórn með ríflegan þingmeirihluta gat ekki haldið samstarfinu gangandi næstu mánuðina þá er ljóst að óvissa ríkir um framhaldið. Nú er bara að vona að næsta ríkisstjórn verði ekki vanhæf líka!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.