Björgvin spilaði út ásnum á ögurstund
25.1.2009 | 17:52
Ólíkt hafast þeir að, stjórnmálamennirnir sem að segja af sér ráðherradómi, og embættismaðurinn sem er þvingaður til þess að segja af sér. Ég held að þjóðin hafi kallað eftir þessum aðgerðum en menn kusu ekki að ganga í takt við vilja þjóðarinnar. Hvað sem því líður þá er ljóst að forstjóri Fjármálaeftirlitsins getur ekki bankað aftur upp á hjá gamla vinnuveitandanum. Þessu eru öfugt farið í pólitíkinni því kjósendur muna aldrei lengra en einn dag í einu og vitandi þetta hefur Björgvin væntanlega spilað út sínum ás núna á ögurstund.
Á endanum eru það náttúrulega kjósendur sem að veita mönnum umboð til þess að halda áfram en það er ólíklegur veruleiki embættismannsins og stjórnmálamannsins þar sem sá fyrrnefndi á ekki afturkvæmt en hinn getur átt 9 líf.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.