Stjórnarkreppa að skella á?
25.1.2009 | 11:33
Hlutirnir gerast hratt þessar stundirnar og með afsögn viðskiptaráðherra og uppsögn forstjóra Fjármálaeftirlitsins tekur við ákveðin óvissa. Það hefði verið eðlilegra að þessi uppsögn hefði komið fyrr í ferlinu þar sem núna er stutt til kosninga og nauðsynlegt að halda landsstjórninni saman fram að þeim. Það er hreint skelfilegt til þess að hugsa að í hönd fari mánuðir þar sem að ein allsherjar pattstaða sé í spilunum, slíkt er hvorki gott fyrir þegna þessa lands né þau fyrirtæki sem að nú róa mörg hver lífróður víð það að reyna að halda sér á floti. Kannski verður búið að slíta stjórnarsamstarfinu þegar kemur fram á kvöld? Hver veit?
Af hverju tekur viðskiptaráðherra þennan pól í hæðina núna þegar menn hafa ekki stigið í takt við vilja fólksins í langan tíma. Lannski hefði verið eðliegt að menn biðu allavega eftir niðurstöðu af fundi forystumanna stjórnarflokkanna áður en þessum ás er spilað út á ögurstund. Það er eins og menn séu að reyna að bjarga sér af sökkvandi skipi til þess eins að segja að þeir hafi axlað ábyrgð og til þess er leikurinn gerður að geta horft framan í kjósendur í framhaldinu. Það er greinilegt að Samfylkingin hefur ekki getað höndlað núverandi ástand og flestir forystuþingmenn hennar eru þegar búnir að kikna undan pressunni eins og komið hefur fram í fjölmiðlum.
Spurning dagsins er hafa menn kjark og þor til þess að halda stefnunni fram að kosningum? Mun það breyta einhverju að fá inni nýja ríkisstjórn í 3 mánuði?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.