Tapað fé og töpuð tækifæri

Það er að færast fjör í leikinn. Björgólfur Thor Björgúlfsson var fastur fyrir í Kompásþættinum í kvöld. Það var greinilegt að hann var langt í frá með að vera ánægður með ,,ríkið'' eins og hann orðaði það og vildi ekki gera upp á milli manna né stofnana. Ummæli Björgólfs hafa þó opnað nýjar dyr á þjóðvæðingu bankanna, en hann sagði að það hefði verið haft lítið samráð við ráðamenn bankanna á síðustu metrunum, og hugmyndum þeirra ekki einu sinni svarað. Stóra atriðið er náttúrulega tilboð breska fjármálaeftirlitsins sem að engin hefur minnst á fyrr. Ef satt er þá er ljóst að um mikið klúður er að ræða, svona eins og menn hafi farið á taugum og tekið ákvarðanir sem virðast í fyrstu ætla að verða okkur hvað dýrastar.

Það er ljóst að menn eiga eftir að munnhöggvast um atburðarrásina og tíminn einn mun leiða í ljós hvað er rétt og hvað er rangt. Það er hinsvegar ljóst af málflutningi Björgólfs að hann hefur talið að leysa hefði mátt þá stöðu sem að kom upp í samskiptum Bretlands og Íslands með Icesave reikningana ef menn hefðu talað saman og reynt að ná áttum.

Það læðist að manni sá grunur að við höfum tapað meiri verðmætum og meiri hagsmunum á því að láta Glitni falla, hrunadansinn varð ekki stöðvaður í framhaldinu eins og menn máttu búast við. Auðurinn kemur og auðurinn fer en sárast er þó að orðspor okkar er farið líka, skaðinn á ímyndinni og viðskiptalegum hagsmunum Íslands er mikill og fyrir því munu einstaklingar og fyrirtæki finna fyrir í framtíðinni.

Af hverju ættu menn ekki að trúa málflutningi Björgólfs sem hefur víðtæka reynslu af alþjóðlegum viðskiptum og fjárfestingum? Hann hefur haldið sjó og átt farsælan feril í sínum viðskiptum og tekið margar gæfuríkar ákvarðanir þar sem forsjálni og góður skilningur hefur verið til staðar. Hvaða hag hefur hann af því að segja ósatt í núverandi stöðu?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband